Draupnir - 01.05.1906, Page 109
DIUUTNIR.
625
svo eftir stundarkorn inn aftur, nokkru stilt-
ari, hafði gengið til kirkjunnar að gera bœn
sína að sið kaþólskra inanna; hann ámálg-
aði samt, að þeir næðu lyklunum.
Svo lagðist hann til svefns um kvöldið
með nokkuð blandaðar hugleiðingar, því að
þetta síðasta kvöld hans á Hólum hafði breylt
talsverðan skugga yfir sigurförina.
Hann fó.r á stað snemma um morgun-
inn, því að hann ætlaði að liafa langa dag-
leið. Hinir tignustu menn í Skagafirði riðu
á leið með honum, meira eða minna. Sumir
af þeim, höfðu gerst vinir lians í þessum
leiðangri, en sumir höfðu verið það áður,
þar á meðal var Teilur Þorleifsson lögmað-
ur, sem líka hafði stult liann lil framkvæmda
þessara með ráð og dáð. Þessir riðu fyrir,
en sveinar hans og herílokkar urðu síðbún-
ari, og gerðu ráð fyrir að ríða fram á hisk-
up, er þeir áðu.
»Hérna er fagur grasivaxinn blettur«,
kallaði biskup iil manna sinna. »Hér skul-
um við á, og híða manna vorra«, og það var
gert. Sveinar hiskups lóku upp hinar kostu-
legustu krásir sem þeir höfðu matreitt á Hól-
um, því þeir spöruðu þar ekki búpeninginn.
Svo liöfðu þeir með sér nóg vín og öl, og
yfir höfuð alt liið bezta sem til var á staðn-
um og þeir gátu haft með sér. Þegar þeir