Draupnir - 01.05.1906, Page 112
628
DRAtTPNIR.
ólfur Kolgrímsson. »Þá getur hann sem
allra bezt fylgt oss suður í Skálholt«.
Biskup skipaði þá að skera á snærið, sem
hann var bundinn með aftan í taglað á hest-
inum, og svo var gert. Prestur var allur
sundurílakandi í sárum og meiðslum, sein
eggjagrjótið hafði liöggvið liann a leiðinni,
og hann var orðinn sama sem nakinn.
»Svona skal fara með þá, sem óhlýðn-
ast biskupi vorum«, kváðu sveinar biskups
og herflokkurinn allur við raust, er þeir þeystu
burtu.
»Þess bið ég guð og Guðmund góða«,
kallaði Nikulás á eftir þeim, og liafði skreiðst
á fætur með veikan mátt, »að yfirráð hins
grimmúðuga biskups ykkar yíir Hólastifti,
verði héðan í frá eins veik og lémagna og
ég er nú af hans völdum«.
Svona skildi með þeim, og svona kvaddi
Ögmundur biskup Pálsson Norðurland vorið
1524, og er þetta ofurlitið sýnishorn af yfir-
gangi þeirra tíma, eins lijá lærðum sem leik-
um, ef þeir höfðu sltap og bolmagn til þess.