Draupnir - 01.05.1906, Blaðsíða 113
DRAUL'NIR.
629
»Sá ei’ Yinur, sem í raun reynist«.
». . . Ég bíð og vona fer,
að dísin minna drauma
úl djupi lyfti sér«.
Stgr. Tli.
Þá snúum vér oss aftur til hins harl
leikna Hólahiskupsefnis, Jóns Arasonar. Hann
er nú ekki á ílótta innan um hinar æðandi
haföldur eða inni í myrkvastofu Ögmundar
biskups. Nei, hann er sloppinn, og er á
skemtigöngu á fegurstu stöðvunnm nálægt
borginni Björgvin, var alveg nýkominn þangað
og notaði fyrstu dagana til að herbergja sig
og sína menn, ía sér ný föt o. s. frv. Fór
svo að litast um í þessari fornu og merkilegu
borg, sem hann hafði séð áður, en stóð þá
svo lágt í mannfélaginu, að hann þurfti að
gefa sig allan við þvi, sem hann var að iit-
vega, og sá eða aðgælti fátt, sem fyriraugun
har.
Hann liafði gengið á fund erkibiskups,
fært honum köllunarbréf sitt, en hann fór
lljótt yflr það, spurði hvar hann byggi í
borginni og lofaði að hugsa betur um það
og sakargiftir Skálholtsbiskupsins, þegarhann
hefði belra tóm til þess, og kvaðst þá skyldi
senda eftir honum til að standa fyrir máli
sínu, jafnframl Jóni Einarssyni kirkjupresti,
sem væri kominn. Af þessum slutta fundi
fékk Jón Arason vitneskju um tvent. Fyrst
41