Draupnir - 01.05.1906, Page 122
638
DRAUPNIR.
»Það eru nú önnur trúarbrögð farin að
ryðja sér til rúms«.
Jón Arason rak stór forvitnisaugu upp
á nafna sinn og sagði:
»Hver til dærnis að taka?«
»Lúthers trúarbrögðin«, svaraði kirkju-
prestur.
»Lúthers trúarbrögðin!« tók Jón upp með
megnasta háðsbreim í rómnum.
»Já, einmitt þau, prófastur minn! Þið
sem unnið kaþólsku trúnni, eða A’ér — vildi
ég sagt hafa, — álítum þau belgari en svo,
að nokkur megi voga sér að andæfa þeim í
nokkru, þó veraldarsagan sýni og sanni, að
fátt hefir verið svo ypparlegt, að engin baii
fundið því neitt lil foráttu; og þess vegna
hafið þér, — vér, — stungið svo að segja
upp í eyrun, svo að sjáandi sæum ekki og
heyrandi heyrðum ekki, livað fram fer í
lieimi þessum; en það er stór villa, því það
sem maður vill bæla niður, fær tvöfaldan
kraft við það að vera hulið. Og nú skal ég
i fáum orðum fræða þig um framgang, þess-
ara nýju Lrúarbragða, af því að engin af
audlegu stéttinni út á íslandi, hefir leyft
sjálfum sér að heyra þau nefnd á nafn, en
þau eru til fyrir það«.
»Og í öllum guðanna bænum! nefndu