Draupnir - 01.05.1906, Síða 123
DRAUPNIR.
639
þau ekki á nafn við mig«, sagði Jón pró-
fastur hvatlega.
»Ég skal veita þér þá bæn. En ég verð
þó að segja þér, að þessi trúarbrögð, eru, þó
leynt sé það enn þá, farin að ryðja sérbraut
um öll norðurlöndin, og menn segja að
Vincentíus sé þeim mjög hlynntur, en liann
þorir ekki að láta það uppskátt, fyrir Olaíi
erkibiskupi, sem er sterktrúaður maður, mjög
vel mælskur og harðsnúinn að því skapi. Og
eins og er skiljanlegt, þjónar Vincentíus bezt
konungi sinum, eins og standa nú sakir, með
því að hafa ekki erkibiskupinn á móti kon-
ungi og sér. Mér liefir verið sagt, og' það
er mjög sennilegt, að þetta ríkisráð eigi að
semja lagaákvæði fyrir kirkjuna, sem kon-
ungur á að samþykkja. Líklega ætlar það
að þröngva honum lil að kefja niður þær
tilraunir, með að innleiða Lútberstrúarbrögðin
í Danmörku, að minnsta kosli það, sem
Kristján II. var búin að leggja grundvöll
undir«.
»Það er vonandi«, sagði Jón prótastur,
»að svo mörgum góðum og vitrum mönnum
takist að vernda kirkju vora fyrir öðrum
eins loddara og þessi grámunkur í Witten-
berg er«.
»Það er vonandi«, svaraði kirkjuprestur
dræmt. »En nú er ég búinn að segja þér