Draupnir - 01.05.1906, Page 126
(542
BBAUPNIR.
prests og bað hann nú að skila bókum þeim,
sem hann hefði léð honum fyrir nokkru.
»Og hvað ætlar þú nú að fara að gera
við þau blöð?« spurði prestur kýmileitur.
Drengurinn hikaði við að segja það, roðn-
aði og þagði.
»Veiztu þá, drengur minn«, hélt prestur
áfram, »hvað þessi blöð hljóða um?«
»Frændur mínir segja að þau séu villu-
trúarrit Marteins Lúthers. Sjómaður gaf mér
þau, og sagðist hafa fengið þau í Þýzka-
landi«.
Já, svo er það og, drengur minn, þau
eru á þýzku máli, og þú skilur þau þessvegna
ekki«.
»Ekki enn þá«, svaraði hann. En í vet-
ur á að fara að kenna mér að lesa og skilja
þýzku, og þá skal ég lesa þau«.
»Og hvers vegna viltu lesa það, sem
frændur þínir banna þér að lesa?«
Af því«, sagði hann, hálf feimínn, »að
inér er bannað að liafa nokkuð með þau að
gera, og svo var talað um að brenna þau;
en ég má lesa og fara með alt annað. Þau
bljóta því að vera mjög skrítin«.
Prestur liló að einhverju, sem hann var
að hugsa um, fékk honum blöðin, nema eitt
eða tvö, sem bann sagðist skyldi fá honum
seinna. Pilturinn var ánægður með það, og