Draupnir - 01.05.1906, Page 128
G44
DKADPNIR.
»Já, ég get ekki borið á móti, aðéghaíi
iesið þau; ég fékk þau að láni hjá dreng-
hnokkanum, sem stóð við dyrnar er þú
komst inn«.
»Hvílíkt þó ódæði!« hrópaði prófastur.
»Láttu ekki svona illa yfir þessu, vinur,
því síðan ég las þau, hefir mér fundist að það
þröngva samvizkufrelsi mínu að gerast ka-
þólskur biskup, um prestinn hirði ég minna«.
»Og drenghnokkinn orðinn svona spilt-
ur og afvegaleiddur!« stundi Jón Arason upp.
»Hann skilur ekki eitt einasta orð i rit-
unum. En veistu hvaða drengur þetta er?«
»Nei, hverníg ætti ég að vita það?«
»Það er Oddur, sonur Gottskálks bisk-
ups Nikulássonar, hann dvelur nú hér í borg-
inni hjá frændum sinum, og við Ólafur prest-
ur Hjaltason höfum stundum sótL þá heim«.
»Guð og hin heilaga jungfrú Maria, séu
mér næst!«
Svo kom djúp dauðaþögn, sem Jón prest-
ur Einarsson rauf með þessum orðum:
»Já, sleppum við þessu. Nú á bráðum
að fara að vígja þig«.
»Já«.
wÓlafur prestur Hjaltason er með þér?«
»Já«.
»En erlu nú viss um að hann sé svo