Draupnir - 01.05.1906, Síða 129
DRAUPNIK.
645
fær í latínu, að hann geti án hneysu svarað
spurningum erkibiskupsins fyrir þig við vígsl-
una, því þær eru á latínu?«
Jón Arason hló, og það var auðheyrt að
honum varð það á, ósjálfrátt.
»Eg er hálfhræddur um að honum fær-
ist það óhöndulega«, svaraði biskupsefnið,
»því þó hann skilji og kunni nokkurn veginn
vel það mál, þá fipast honum einatt svo hrapar-
lega, að hann hneigir það rangt og gerir j'msa
tleiri smágalla, sem líklega kemur til af því
að hann vill vanda sig svo vel, að hann man
svo vel eftir, að hann er að tala latínu — sér
ótamt mál. Nei, frammi lyrir erkibiskupi! —
Guð korni til — þar dygði Ólafur ekki«.
»Eg get þá gefið þér betra ráð«, sagði
Jón Einarsson hálfhikandi. »Ég var nýlega
uppi á konungsgarðinum hérna, ég þurfti að
tinna ræðismanninn, og meðan ég beið eftir
lionum, blaðaði ég í bók, sem lá þaráborð-
inu. í henni voru meðal annars spurningar
lJær, sem erkibiskup leggur fyrir biskups-
nfnin við vígsluna, og samsvarandi svör á
Jatínu. Ég rifjaði þau þá upp fyrir mér, þó
ng þættist kunna þau áður«.
»Ég ætti þá að reyna að ná í þessa bók,
nlsku vinur«, sagði Jón Arason með ofurlít-
lQn kýmnishreim í rómnum. »lJað væri þá
Jniklu hyggilegra fyrir mig að biðja þig að
42