Draupnir - 01.05.1906, Page 135
DRAUPNIR.
651
»Það get ég ekki sagt þér i fljótu bragði,
en nokkuð skal ég saint telja upp, er gerðist.
Meðal annars var Kristjáni konungi II. sagt
upp liollustu, og föðurbróðir hans, Friðrik I.
var valin hér til konungs, en með þeim skil-
mála, að Noregur verði skoðaður frjálst ríki,
samhliða Danmörku, sem gengi ekki til erfða.
Og svo voru ýmisleg önnur málefni borin
fram og dæmd, ýmsir menn ákærðir o. s. frv„
því sleppi ég, svo muntu hafa heyrt sumt af
því. En ég ætla að segja þér lagagreinir
þær, sem við koma kirkju vorri og trúar-
brögðum, því að það mun þig mestu skifta.
Greinarnar eða lagaákvæðin eru 20 talsins
og hljóða þannig:
1. Konungurinn á að elska Guð, styrkja og
vernda hina heilögu kirkju og liennar
þjóna, sömuleiðis að vernda eignir henn-
ar og rétt.
2. Hann má aldrei leyfa hræsnurum, læri-
sveinum Lútliers eða öðrum að prédika
eða kenna, hverki opinberlega né leyni-
lega, á móti Guði, trúarbrögðum hinnar
heilögu kirkju, né páfanum og kirkjunni
í Rómaborg; en finnist þesskonar trúar-
villingar í Noregi, þá er hann skyldugur
til að lála rcfsa þeim með dauða og
missi eigna sinna.
3. Hann á með aðstoð ríkisráðsins, að koma