Draupnir - 01.05.1906, Page 150
666
DRAUPNIR.
Jón biskup Arason gekk þá umfram og
spurði Þorleif Grímsson, við hvað Teitur
liefði átt með þessu, sem þeir heyrðu inni.
»Guð og hinn mildi Martínus! Veistu
þá ekki maður, að Teitur hefir selt, eða er í
þann veginn að selja Ögmundi biskupi allar
Bjarnanesseignirnar eystra — föðurleifðina
sina — fyrir jafnmiklar eignir á vesturlandi«.
»Eg er, eins og þú veist, alveg nýkom-
inn«, svaraði biskup stutt, brá þá ganginum
og fór inn í búð sína. Þar hitti hann Sig-
urð gamla Jónsson, æskuvin sinn. Þeirfögn-
uðu hvor öðrum vel, foru að ræða um æskuár
sín, skáldskap, Móaling, Málfríði og í einu
orði um alt sem þeir mundu sameiginlega úr
fyrri sambúðinni.
Eruð þér nú ekki hættir að yrkja, lierra?«
spurði Sigurður. »Nei, langt frá, Sigurður
minn, komdu hingað að ári og þá skulum
við tala ítarlegar um skáldskapinn. Því svo
heyrðist mér á (jgmundi biskupi, er ég kom
á þingið, að hann ætlist til að ég verði þá
ofanjarðar. Og láttu mig þá jafnframt heyra
hvað þér hefir farið fra'm í þeirri list siðan
við sáumst síðast«. Svo kvaddi hann hann
og íleiri vini sina, bað að heilsa þeim, sem
heima voru og sem hann hafði þekt, og skildi
við alla kunningja sína glaða og ánægða yfir
því hvað Jón biskup Arason væri lítillátur