Draupnir - 01.05.1906, Page 156
DRAUPNIR.
672
Þórunn dóttirJóns bisknps var þá þrettán
vetra, en svo stór og bráðþroska að fáir
mundu hafa tekið liana yngri en sextán lil
sej'tján ára gamla. Hún sat inni í lierbergi,
sem var beint á móti stofu Auðunnar hins
rauða, og var dálítið innangengt anddyri á
milli þeirra. Hún grúfði yíir sauma sína,
beyrði eitthvert skrölt, leit upp og sá að
maður ruddisl inn til hennar. Hann varp-
aði sér niður í bekkinn við liliðina á henni,
þreif þá svo fast yíir um mittið á henni að
hún sveigðist. upp að barminum á honum.
Hún leit við, l)rosti og brást vel við blíðu-
látunum, eins og henni væri þetta engin ný-
ung eða nauðung. Um sama bil höfðu þeir
höfðingjarnir rætt mál sín inni í Auðunnar-
slofunni. Þeir Þorleifur og Jón voru þó ó-
ákveðnir í því livað marga menn þeir vildu
eða gætu lagt til fararinnar. Biskup sagði
kýminn: »Ég hugsa að við verðum bráðum
ásáttir um þetta lítilræði«. Vatt hann sér
þá að Ral'ni og sagði meinfýsnislega:
»Á meðan þeir, vinir mínir, bræða þetla
með sér, skulum við ganga fram í anddyrið
og inn í stofuna hérna á móti og tala þar
ýtarlegar uin okkar máiefni«. Biskup gekk
fyrir, líklega til þess að íinna hurðina. Hann
lauk henni þá hægt upp og lnópaði þetta —
en lægði undir eins raustina eins og einhver