Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 22. október 2009 25
UMRÆÐAN
Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir
skrifar um heilbrigðismál
Að vera aðstandandi sjúklings með lífshættulegan sjúkdóm
er krefjandi. Enginn getur verið
almennilega undirbúinn undir
það að fjölskyldumeðlimur grein-
ist með slíkan sjúkdóm. Ákveðið
ferli fer í gang
og í sumum til-
fellum hefst það
á skjótri reiði;
mik i l óv issa
myndast, vitn-
eskja um sjúk-
dóminn og lífs-
líkur eru kannski
ekki miklar og
forgangsröðun í
lífinu gjörbreyt-
ist.
Það er því mikilvægt fyrir vini
og vandamenn að veita nánustu
aðstandendum andlegan stuðning.
Að vita af hjálp sem er í boði getur
skipt sköpum, þó að fólk notfæri
sér hana ekki endilega fyrst um
sinn. Því að ef eitthvað kemur upp
á, þurfi maki sjúklings t.d. hjálp við
að koma börnunum í skólann, hjálp
við að fylla út umsóknir eða jafnvel
bara félagsskap, getur verið gott
að vita að vilji fólks til að hjálpa
sé til staðar. Það er mikil ábyrgð
fólgin í að vera maki sjúklings.
Viðkomandi þarf ekki einungis að
vera maka sínum til staðar, fylgja
honum í læknisskoðanir og annast
heimilið, heldur þarf að gæta þess
að hlúa líka að eigin heilsu, and-
legri og líkamlegri.
Á heimilum alvarlega veikra
sjúklinga þurfa allir að leggjast
á eitt til að láta hlutina ganga upp
en það er ekki auðvelt án utanað-
komandi hjálpar. Börn og ungling-
ar þroskast mjög við þetta ferli og
þurfa að verða mjög sjálfstæð á
stuttum tíma en þau þurfa líka á
andlegum stuðningi að halda. Því
þyrfti sérfræðiaðstoð að standa
aðstandendum til boða endurgjalds-
laust. Ég skora á skólastofnanir
að taka sérstakt tillit til barna og
unglinga sem lenda í slíkum áföll-
um og einnig vinnustaði maka sjúk-
linga. Misjafnt er hvernig er tekið
á svona málum, í mörgum tilfell-
um vantar skilning. Vinnustaður
sjúklings sýnir oftar en ekki fullan
skilning á veikindunum en vinnu-
staður maka getur verið ósveigjan-
legur. Finni aðstandendur sjúk-
lings sig í þessum aðstæðum, má
t.d. benda á að félagsráðgjafar geta
hjálpað við að halda utan um þau
mál sem snúa að réttindum sjúk-
linga og aðstandenda þeirra.
Ég vil nýta tækifærið og hrósa
félagsráðgjafa ráðgjafaþjónustu
Krabbameinsfélagsins, Gunn-
jónu Unu Guðmundsdóttur, fyrir
vel unnin störf í þágu fjölskyldu
minnar.
Höfundur er meðstjórnandi í
stjórn Ungra vinstri grænna.
Aðstandend-
ur sjúklinga
KOLBRÚN ÝRR
ROLANDSDÓTTIR
UMRÆÐAN
Baldur Guðlaugsson skrifar
um verðbréfaviðskipti
Fréttablaðið birti í gær frétt þess efnis að ástæður þess að Fjár-
málaeftirlitið hafi í sumar ákveðið
að endurupptaka athugun sem lauk
í maí sl. á viðskiptum mínum með
hlutabréf í Landsbanka Íslands í
septem ber 2008 séu annars vegar
þær að Fjármálaeftirlitið hafi kom-
ist að því að upplýsingar um yfir-
vofandi fall íslensku bankanna hafi
í mars 2008 verið kynntar á fundi
í samráðshópi ráðuneyta og stofn-
ana sem ég átti sæti í og hins vegar
fundur sem ég sat ásamt fleiri full-
trúum Íslands með fjármálaráð-
herra Breta haustið 2008. Má skilja
frétt blaðsins á þann veg að það hafi
ekki verið fyrr en í sumar, eftir
að athugun Fjármálaeftirlitsins á
umræddum hlutabréfaviðskiptum
lauk, sem Fjármálaeftirlitið komst
á snoðir um tilvist umrædds sam-
ráðshóps og um
umræddan fund
með fjármála-
ráðherra Breta!
Af þessu tilefni
skal eftirfarandi
tekið fram :
1 . T i lv i s t
umrædds sam-
ráðs hóps var
e k k i m e i r a
leyndarmál en
það að um hann
hafði verið gert samkomulag milli
þriggja ráðuneyta, Seðlabanka og
Fjármálaeftirlits sem greint var
frá opinberlega á sínum tíma og
var að finna á heimasíðu forsætis-
ráðuneytisins. Fjármála eftirlitið
átti sem sé aðild að samráðs hópnum
og þekkti því frá fyrstu hendi það
sem þar fór fram. Samráðshópnum
var ekki ætlað neitt eftirlits- eða
stjórnsýsluhlutverk og þar voru
ekki kynnt nein gögn um rekstur
eða útlán einstakra banka.
2. Það er alrangt að samráðs-
hópnum hafi í mars 2008 verið
kynnt skýrsla erlends fjármála-
stöðugleikasérfræðings um yfir-
vofandi fall bankanna. Sú skýrsla
sem væntanlega er átt við var unnin
í framhaldi af norrænni viðlaga-
æfingu á sviði fjármálastöðugleika
haustið 2007 sem Ísland tók þátt í,
en slíkar æfingar fóru reglubundið
fram víða um lönd og má líkja við
nokkurs konar flugslysaæfingar.
Umrædd skýrsla var af þessum
meiði, þ.e. upplistun sviðsmynda
um hugsanlega birtingarmynd
og áhrif mögulegra erfiðleika hjá
íslensku bönkunum. Skýrslan var
kunn samráðshópnum og þar með
Fjármálaeftirlitinu. Við athugun
Fjármálaeftirlitsins var beinlínis
horft til þeirra upplýsinga sem ég
hefði haft vegna setu í umræddum
samráðshópi.
3. Um fáa fundi sem ég hef setið
hefur meira verið fjallað opinber-
lega en fund þáverandi viðskipta-
ráðherra og nokkurra íslenskra
embættismanna með fjármálaráð-
herra Breta í byrjun septem ber
2008. Er því varla hægt að ætla
Fjármálaeftirlitinu það að því hafi
ekki verið kunnugt um umræddan
fund fyrr en sumarið 2009, ekki síst
þar sem fulltrúi þeirra sat fundinn!
Margoft hefur komið fram að á
þessum fundi var ekkert rætt um
fjárhagsstöðu Landsbankans.
Höfundur er ráðuneytisstjóri.
Rangfærslur leiðréttar
ATHUGASEMD RITSTJÓRNAR
Í Fréttablaðinu var því hvergi hald-
ið fram að endurupptaka málsins
hefði byggst á því að Baldur hefði
setið í umræddum samráðshópi,
eða því að hann hefði setið
umræddan fund í London, heldur
að hún hefði byggst á nýjum
upplýsingum tengdum setu hans
í samráðshópnum. Lögreglurann-
sóknin á máli Baldurs beinist hins
vegar í heild einkum að setu hans í
hópnum og fundinum í London.
BALDUR
GUÐLAUGSSON
Aðeins 8.- 25. október
Opið 12 - 18 alla daga
DÚNDURÚTSALA
SKEIFUNNI 17
Verðin niður úr öllu valdi!
Buxur
1.500,-
Jakkar
3.500,-
Toppar
1.500,-
Kjólar
1.500,- Jólakortá klink!
LOKAHELGI