Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 42
30 22. október 2009 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is JEFF GOLDBLUM FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1952. „Fólk leggur harðar að sér í erfiðum aðstæðum.“ Jeff Goldblum er bandarísk- ur leikari. Hann hefur einnig verið rödd flestra Apple- auglýsinga. MERKISATBURÐIR 1253 Flugumýrarbrenna. 25 manns láta lífið þegar kveikt er í bænum á Flugumýri í Skagafirði. 1954 Vestur-Þýskaland gengur í Nató. 1961 Bjarni Benediktsson er kosinn formaður Sjálf- stæðisflokksins. 1974 Sprengjuárás á skemmti- stað í London með þeim afleiðingum að þrír starfs- menn særast. 1992 Stærsta síldarfarmi sem landað hefur verið úr einu skipi er landað á Eskifirði. 2002 Rútubílstjóri er skotinn til bana í Washington. Morð- ið er hluti af raðmorðun- um sem eiga sér stað í Washington þegar tveir karlmenn skjóta ókunn- uga úr launsátri. Á þessum degi árið 1985 féllu fimm aur- skriður úr Bíldudalsfjalli niður í kaup- túnið, flest- ar með miklu vatni. Skrið- urnar fóru yfir nokkrar lóðir og skemmd- ust þær tölu- vert. Í Morgunblaðinu hinn 23. október árið 1985 segir sjónarvottur að skriðurnar hafi „byrjað eins og lítill snjóbolti uppi í fjallinu sem stækkaði á leið sinni niður fjallið“. Skriðurn- ar féllu allar á aðeins einum og hálfum klukkutíma og fóru fram hjá varnar- garðinum, út fyrir hann og niður á milli tveggja húsa. Fólk var ekki í hættu og skemmd- ir urðu ekki á húsunum. Mjög hvasst var á köflum og björgunar- sveitarmenn úr björgunarsveitinni Kópi aðstoð- uðu fólk og skólabörn við að komast heim. Mikil úrkoma hafði verið dagana á undan. ÞETTA GERÐIST: 22. OKTÓBER 1985 Fimm aurskriður féllu á Bíldudal „Tilfinningin er svolítið tvíbent. Maður er auðvitað óskap- lega glaður en þegar maður gefur út heildarsafn er það óneitanlega eins og maður sé að setja einhvern punkt á ævi- starfið, sem ég er ekki að gera,“ segir Ingibjörg Haralds- dóttir rithöfundur. Í gær, á 67 ára afmælisdegi hennar, var heildarsafn ljóða hennar gefið út af Forlaginu. „Þessar bækur hafa ekki fengist lengi í búðum og það er alltaf svolítið leiðinlegt fyrir rithöfunda að ljóðin þeirra séu ekki lesendum aðgengileg. En nú er bætt úr því og ég er mjög ánægð með að ljóðin séu ekki lengur uppseld og gleymd, það skiptir auðvitað höfuðmáli. Bókin er líka mjög falleg og kemur út í stórri kilju en hún er 336 blaðsíður.“ Dagný Kristjánsdóttir skrifar formálann með fræðilegri úttekt á ljóðunum. „Svo er hitt, að ég er náttúrlega orðin löggiltur eldri borg- ari sem er bæði gott að sumu leyti og slæmt að öðru. Þetta er nú kannski ekki mest spennandi aldurinn en ég er svo sem ekkert neikvæð.“ Elstu ljóðin í safninu eru 35 ára gömul og komu út í fyrstu bók Ingibjargar, Þangað vil ég fljúga. Aðrar bækur í safn- inu eru Orðspor daganna, Nú eru aðrir tímar, Safnritið Ljóð, Höfuð konunnar og Hvar sem ég verð. „Ljóðið er alltaf jafn heillandi form enda er svo margt hægt að segja í ljóði sem maður getur ekki sagt öðruvísi. Ég hugsa að það fari nær skáldinu og ljóðelskum lesend- um en prósi.“ Þessa dagana er Ingibjörg að þýða enn einn rússneska doðrantinn. „Bókin heitir Oblomov og er eftir 19. aldar rúss- neskan klassíker sem hét Gontsjarov. Þetta er skemmti- leg bók en það tekur mjög langan tíma að þýða svona stór rússnesk verk. Þau eru þykk og strembin. En þetta hefst allt saman.“ juliam@frettabladid.is INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR: LJÓÐASAFN GEFIÐ ÚT Á AFMÆLISDEGI Öll ljóð komin í eina bók UNDARLEG TILFINNING Ingibjörg Haraldsdóttir segir að það sé sérstök tilfinning að gefa út heildarljóðasafn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigurrósar Eddu Ófeigsdóttur. Þórdís Hlöðversdóttir Hildur Hlöðversdóttir Gunnlaugur Guðmundsson Sigríður Hlöðversdóttir Guðmundur Ragnar Ólafsson ömmu- og langömmubörn. Ástkær sambýliskona mín og móðir, Hugrún B. Þórarinsdóttir Skarðsbraut 4, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudaginn 26. október kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness. Birgir S. Elínbergsson Elísabet Jónatansdóttir. Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, Þorsteinn Kristinsson Hörgshlíð 20, Reykjavík, lést þriðjudaginn 20. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Frida Petersen Kristinn Már Þorsteinsson María Þorsteinsdóttir Karl Sigurðsson Ingibjörg Þorsteinsdóttir Hans Jakob Beck Ester Þorsteinsdóttir Þröstur Jensson Eyðstein Wardum Súsanna S. Wardum Alf Wardum Unnur Sigurjónsdóttir Hallur Wardum Marjun F. Wardum Klara Kristinsdóttir Vignir Daníel Lúðvíksson afabörn og langafabörn. Elsku mamma okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurbjörg Sigvaldadóttir Sjávargrund 4a, Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju á morgun, föstudag- inn 23. október, kl. 11.00. Hanna Stefánsdóttir Jón Guðlaugsson Sigrún Stefánsdóttir Sigþór Sigurjónsson Bylgja Eybjörg Stefánsdóttir Stefán Sigurður Stefánsson Guðfinna Baldvinsdóttir Guðný Stefánsdóttir Agnar Agnarsson ömmubörn og langömmubörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Bogason frá Flatey á Breiðafirði, Sæbólsbraut 32, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum þriðjudaginn 20. október sl. Útförin verður auglýst síðar. Herdís Jónsdóttir Halldór Snorri Gunnarsson Sigurborg Inga Jónsdóttir Einar Hafsteinsson Bogi Jónsson Narumon Sawangjaitham Sigurbjörg Jónsdóttir Jón Líndal Berglind Jónsdóttir Ari Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, Gyðu Grímsdóttur. Óttar Egilsson Anat Egilsson Davíð Sigmarsson Sólrún Sigurðardóttir Guðrún Rut Sigmarsdóttir Lárus Guðmundsson Kristín María Grímsdóttir Sigríður Grímsdóttir og barnabörn. Eiginkona mín, Helga Ingólfsdóttir semballeikari, lést á Landspítalanum að morgni miðvikudags 21. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þorkell Helgason. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björn Ólafsson Þverbrekku 4, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 19. októb- er. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 29. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Kolbrún D. Magnúsdóttir Erla María Kristinsdóttir Ómar Óskarsson Hrafnhildur Björnsdóttir Jón Magnús Katarínusson Magnús Ólafur Björnsson Aníta Ýr Eyþórsdóttir Oddný Björnsdóttir Róbert James Abbey Eygló Björnsdóttir Friðrik Þór Hjartarson Berglind Björnsdóttir Ólafur Tryggvason barnabörn og barnabarnabörn. AFMÆLI DORIS LESSING rithöfundur er níræð. CATHERINE DENEUVE leikkona er 66 ára. JAN DE BONT leikstjóri er 66 ára. VALERIA GOLINO leikkona er 43 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.