Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 2
2 22. október 2009 FIMMTUDAGUR
H
ÍV
T
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
0
9
-
1
4
9
2
AÐEINS
1% FITA
20%
ÁVEXTIR
N Ý R J Ó G Ú R T D R Y K K U RM S . I S
NÝR JÓ
GÚRT
DRYKK
UR
3%
HVÍTUR
SYKUR
AÐEINS ENGINSÆTUEFNI
LÖGREGLUMÁL Þrír íslenskir karl-
menn voru úrskurðaðir í gæslu-
varðhald í Héraðsdómi Reykja-
ness í gær, á grundvelli aðildar að
meintu mansalsmáli á Suðurnesj-
um, þjófnaðarbrota og trygginga-
svika.
Þá var gæsluvarðhald framlengt
yfir fimm litháískum karlmönnum
sem setið hafa inni vegna gruns
um aðild að sama máli. Hópur-
inn skal sitja í gæsluvarðhaldi til
klukkan fjögur 28. október.
Rannsókn lögreglu er afar viða-
mikil, enda rökstuddur grunur um
skipulagða glæpastarfsemi hópsins
í brotum af ýmsu tagi, þar á meðal
ofbeldisbrotum.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
lagði í gær fram kröfu um fram-
lengingu í viku yfir Litháunum og
gæsluvarðhald sömuleiðis í viku
yfir Íslendingunum og féllst hér-
aðsdómur á hana.
Íslendingarnir sem um ræðir
voru handteknir í fyrradag ásamt
tveimur konum sem hefur verið
sleppt eftir yfirheyrslur hjá lög-
reglu. Mennirnir eru, samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins, allir
af höfuðborgarsvæðinu.
Farið var í sex húsleitir í tengsl-
um við handtökur Íslendinganna.
Leitað var á heimilum, í fyrir-
tækjum og annars konar húsnæði.
Aðgerðirnar voru viðamiklar og
við þær naut Lögreglan á Suður-
nesjum aðstoðar lögreglumanna
frá Lögreglustjóranum á höfuð-
borgarsvæðinu, Lögreglustjór-
anum í Stykkishólmi og Ríkislög-
reglustjóranum. Í þeim voru ýmis
gögn haldlögð til frekari rannsókn-
ar hjá lögreglu.
Tengsl eru milli mannanna níu
sem sitja inni. Litháarnir vinna
hjá verktakafyrirtæki sem tveir af
Íslendingunum eiga. Lögregla úti-
lokar ekki að um frekari handtökur
og húsleitir verði að ræða.
Málið teygir sig einnig til emb-
ættis sýslumannsins á Snæfells-
nesi. Nokkrir úr hópnum sem nú
sitja inni eru grunaðir um afbrot
í umdæmi hans og er sá angi til
rannsóknar hjá lögreglunni.
Upphaf málsins má rekja til
þess að nítján ára litháísk stúlka
var stöðvuð við komuna til lands-
ins fyrr í mánuðinum eftir að hún
hafði látið ófriðlega í flugvél á leið
hingað til lands. Stúlkan var með
fölsuð skilríki og grunur leikur
á að til hafi staðið að selja hana í
vændi hér á landi.
Ekkert hefur spurst til litháísks
karlmanns sem lýst var eftir í kjöl-
far þess að stúlkan kom hingað til
lands. Talið er að hann hafi farið
af landi brott.
Stúlkan er í umsjá embættis
Lögreglustjórans á Suðurnesjum
sem fer með rannsókn málsins.
Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra
hefur unnið að athugun á bak-
grunni hennar í heimalandinu.
Litháarnir störfuðu
hjá Íslendingunum
Þrír íslenskir karlmenn voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í gær vegna
gruns um aðild að meintu mansalsmáli á Suðurnesjum, tryggingasvikum og
þjófnaðarbrotum. Varðhald fimm Litháa vegna mansalsmálsins var framlengt.
LÖGREGLUSTÖÐIN Í KEFLAVÍK Stúlkan er í umsjá embættis Lögreglustjórans á Suður-
nesjum sem fer með rannsókn málsins.
FANGELSISMÁL „Starfsfólkið er orðið
úrvinda,“ segir Páll E. Winkel,
forstjóri Fangelsismálastofnun-
ar ríkisins, spurður um stöðuna í
fangelsismálum nú. Þessa dagana
bætast sífellt fleiri í hóp gæslu-
varðhaldsfanga. Vegna rann-
sóknar lögreglu á einu máli sitja
í gæsluvarðhaldi níu manns eftir
úrskurð Héraðsdóms Reykjaness.
Þrír þeirra bættust við í gær.
„Þetta er hrikalegt ástand,“
segir Páll. „Nú er ekki annað í
boði en að ganga eftir úrræðum í
þeim vanda sem við höfum þegar
gert ráðamönnum grein fyrir.
Þessi þróun er hröð og ófyrirsjáan-
leg, en það má allt eins búast við
því að ástandið eigi enn eftir að
versna.“
Páll segir ljóst að grípa þurfi
í auknum mæli til þess að vista
gæsluvarðhaldsfanga á lögreglu-
stöðvum, ef önnur úrræði fáist
ekki. Starfsfólk Fangelsismála-
stofnunar standi frammi fyrir
miklum vanda á degi hverjum.
„Ef ekkert verður að gert í
gæsluvarðhalds- og einangrunar-
málum er fullkomlega ljóst að
ástandið verður illviðráðanlegt.
Það er hvorki starfsfólki né föng-
um bjóðandi.“
- jss
Forstjóri Fangelsismálastofnunar uggandi vegna fjölgunar gæsluvarðhaldsfanga:
Starfsfólkið er orðið úrvinda
FJÖLDI GÆSLUVARÐ-
HALDSFANGA
21. október 2009*
Íslenskir 13
Erlendir 16
Samtals 29
Í einangrun 9
Vistunarstaðir
Litla-Hraun 20
Hegningarhúsið 3
Lögreglustöðin á Hverfisgötu 3
Lögreglustöðin í Keflavík 2
Fangelsið í Kópavogi 1
Upplýsingar: Fangelsismálastofnun
PÁLL E. WINKEL Segir ástandið hrikalegt.
Hjálmar, er flug á ykkur?
„Já, við fljúgum okkur út úr
kreppunni.“
Flugakademía Keilis ætlar að flytja inn
flugnema frá Kína. Hjálmar Árnason er
framkvæmdastjóri Keilis.
SHARJAH, AP Sex í áhöfn súdanskr-
ar fraktþotu létu lífið þegar hún
hrapaði skömmu eftir flugtak frá
Sharjah flugvellinum í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum í gær.
Vélin, sem var af gerðinni Boe-
ing 707 í eigu Sudan Airways,
hrapaði niður á óbyggt svæði um
þrjá kílómetra norðan við flug-
völlinn, hefur fréttastofa AP eftir
sjeik Khalid al-Qassimi, forstjóra
flugmálastjórnar á svæðinu. Hann
segir engan þeirra sex sem voru
í áhöfn vélarinnar hafa lifað slys-
ið af.
Enn er ekki vitað hvað fór
aflaga í fluginu, en vitni sá vélina
sveigja skarpt til hægri í flugtak-
inu, um leið og reynt var að hækka
flugið. - óká
Flutningavél hrapaði:
Sex starfsmenn
létust í flugslysi
Á VETTVANGI Rannsókn á hinum „svarta
kassa“ flutningavélar sem hrapaði í gær
ætti að leiða í ljós orsök slyssins.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
TOLLGÆSLA Tollgæslan hefur lagt
hald á 7.104 millilítra, eða rúm-
lega sjö lítra, af sterum í fljótandi
formi og 79.913 steratöflur það
sem af er þessu ári.
Til samanburðar má nefna að
fyrstu tíu mánuði ársins 2008
fundust um 10.000 steratöflur og
1,2 lítrar af fljótandi sterum. Inn-
flytjendur efnanna leggja mikið
á sig til að dylja innihald sending-
anna og koma sterunum fyrir í
umbúðum af ólíklegasta tagi. - jss
Nóg að gera hjá Tollgæslu:
Tók áttatíu þús-
und steratöflur
HALLGRÍMSKIRKJA Þingholtin kúra undir Hallgrímskirkju. Fjær stendur umdeilt háhýsi
við Höfðatorg og í fjarska fjöllin sem eru að taka á sig vetrarbúning við borgarmörkin.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
UMHVERFI Síðustu daga hefur
verið unnið að því að taka niður
vinnupalla sem reistir voru við
Hallgrímskirkju vegna steypu-
viðgerða á turni kirkjunnar.
Skemmdir á kirkjunni reynd-
ust umtalsvert meiri en ráð var
fyrir gert í upphafi og lengdist
verkið því í annan endann en
nú virðist loks hilla undir lok
þess.
Kirkjuturninn sem verið
hefur sveipaður grænu hlífðar-
efni vinnupallanna síðustu
misserin birtist nú borgar búum
aftur í sinni eðlilegu mynd og
lit. - gar
Vinnupallarnir sem umlukt hafa Hallgrímskirkju síðustu misseri að hverfa:
Kirkjuturninn birtist að nýju
Í MÚLALANDI Borgarstjórinn heimsótti
starfsfólk Múlalundar í gær.
ATVINNUMÁL Öryrkjavinnustofan
Múlalundur hefur gert ramma-
samninga við Ríkiskaup og
Reykjavíkurborg um sölu á skrif-
stofuvörum til ríkis og borgar.
Samningarnir eru gerðir í kjöl-
far útboðs. Í tilkynningu segir að
vörurnar frá Múlalundi séu vel
samkeppnishæfar í verði við inn-
fluttar vörur.
„Hafa ber í huga að hér fer
fram starf sem er þjóðfélaginu
nauðsynlegt. Það að til dæmis
einn einstaklingur sem kemur
til starfa í Múlalundi sem hefur
verið óvinnufær í mörg ár skuli í
framhaldi vinnu sinnar hér fara
út á hinn almenna vinnumarkað
er ómetanlegt,“ segir í frétt frá
Múlalundi. - gar
Tímamót hjá Múlalundi:
Fær samning
við ríki og borg
STJÓRNMÁL Fimmtán frambjóðend-
ur, fimm konur og tíu karlar, munu
taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins á Seltjarnarnesi fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar næsta
vor.
Meðal frambjóðendanna er
Ásgerður Halldórsdóttir, núver-
andi bæjarstjóri. Prófkjörið fer
fram lauugardaginn 7. nóvember
en utankjörstaðakosning hefst hins
vegar mánudaginn 26. október. - gar
Sjálfstæðismenn á Nesinu:
Fimmtán taka
þátt í prófkjöri
VIÐSKIPTI Atorka hefur ákveðið
að leggja fram beiðni til Héraðs-
dóms Reykjavíkur um heimild til
að leita nauðasamninga við lánar-
drottna sína. Þetta kemur fram í
tilkynningu sem fjölmiðlum barst
frá félaginu í gær.
Fjárhagur Atorku breyttist til
hins verra við bankahrunið síð-
asta haust, að því er segir í til-
kynningunni, og er nú ljóst að
fjárhagslega endurskipulagningu
þarf til að Atorka lifi af.
„Stjórn Atorku leggur áherslu
á að með samþykkt nauðasamn-
ings muni félagið geta stutt við
dóttur- og hlutdeildarfélög sín og
hámarkað þannig virði eigna.“ - sh
Beiðni til Héraðsdóms:
Atorka vill leita
nauðasamninga
SPURNING DAGSINS