Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 18
18 22. október 2009 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
UMHVERFISMERKI
MISÁREIÐANLEG
„Bestu kaupin gerði ég líklega á bóka-
markaði Félags íslenskra bókaútgefenda
árið 2002, þegar ég keypti mér bæði
bindin af Ástarhringnum eftir Atla Högna-
son (nafn höfundar er dulnefni) saman
í pakka á 100 krónur. Bókin
segir frá ævintýrum félag-
anna Kalla og Geira, sem
ferðast um hinn nýopnaða
hringveg og lenda í hinum
ýmsu ævintýrum á leiðinni.
Ástarhringinn hef ég síðan
lesið mér til ánægju oftar
en einu sinni og oftar en
tvisvar, svo það er óhætt
að segja að þarna hafi ég
fengið mikið fyrir pening-
inn.“
Vonbrigði með meinta
gæðasokka sitja enn í Ölvi. „Verstu kaupin
voru hins vegar líklega sokkar sem ég
keypti fyrir mistök í Austurbæjarapóteki
fyrir allmörgum árum. Sokkarnir voru í
dýrari kantinum svo ég gerði ráð fyrir að
þarna væru óvenju vandaðir karlmannssokk-
ar. Þegar heim var komið og ég opnaði
pakkann kom hins vegar í ljós að þarna
voru á ferðinni hnésokkar úr næloni. Ég
hafði greinilega ekki lesið innihaldslýs-
inguna nógu vel. Eða skoðað myndina
utan á pakkanum, ef út í það er
farið. Sokkarnir reyndust svo
einstaklega óþægilegir. Bæði
var mér kalt í þeim og svo var
ég bara búinn að ganga í þeim
í nokkra daga þegar það var
komið stærðarinnar gat á annan
þeirra.“
NEYTANDINN: ÖLVIR GÍSLASON FRAMKVÆMDASTJÓRI EKKI SPURNINGAR EHF.
Hnéháir nælonsokkar verstu kaupin
Útgjöldin
>50 cl dós af Víking bjór
Heimild: Hagstofa Íslands og vefur ÁTVR.
Guðrún Arndís Tryggva-
dóttir segir Íslendinga nota
of mikið af hreinsiefnum
og ofnotkun þeirra geti
verið dýrkeypt fyrir um-
hverfið. Hún bendir á að
hægt sé að kaupa hreinsi-
efni sem eru vistvæn en
einnig sé í mörgum tilfell-
um hægt að sleppa þeim og
nota náttúruleg efni eins og
salt og edik.
„Vistvænar hreinlætisvörur eru
til í miklu úrvali og margar þeirra
eru umhverfisvottaðar,“ segir
Guðrún Arndís
Tryggvadóttir,
myndlistar-
maður og for-
kólfur vefjar-
ins natturan.is.
„Það er ekki þar
með sagt að þær
séu ekki skað-
legar umhverf-
inu, en þær eru
framleiddar
þannig að skað-
leg áhrif þeirra fyrir umhverfið
eiga að vera minni,“ segir Guðrún
og bendir fólki á að skoða umbúðir
hreinlætisvara og leita eftir viður-
kenndum merkingum á því hvort
vörurnar eru umhverfis vænar.
Guðrún bendir og á að í flestum
tilfellum dugi að nota helming af
ráðlögðum skammti hreinsiefna.
„Erlendis er oft mikið kalk í vatn-
inu og því þarf meira af hreinsi-
efnum en hér á landi.“ Hún segir
ofnotkun hreinsiefna vera skað-
lega umhverfinu og dýrkeypta.
„Efnin hverfa ekki þegar þau eru
komin í skolpleiðslurnar heldur
enda þau í hafinu. Þau eru áfram
virk og geta skaðað lífríkið. Að
efni brotni niður í umhverfinu
segir ekki allt um hversu fljótt
þau gera það og einnig geta niður-
brotsefnin verið skaðlegri en upp-
runalegu efnin,“ segir á vef Guð-
rúnar natturan.is.
Fyrir utan að velja umhverfis-
vænar vörur eru ýmsar vörur sem
til eru á hverju heimili nothæfar
sem hreinsiefni. „Edik, salt, kaffi-
korgur og sítrónur nýtast öll við
hreingerningar,“ segir Guðrún og
útskýrir málið nánar. „Smá edik
og salt út í vatn er til dæmis mjög
góður gluggaþvottalögur, og þá
eru gömul dagblöð það besta til
að pússa gluggana. Sítrónur eru
mjög gott hreinsiefni, sömuleiðis
edik. Kaffikorgur virkar frábær-
lega til að hreinsa potta og ekki
má gleyma að hann er mjög góður
áburður. Ef fólk á svo goslaust kók
sem það ætlar ekki að drekka er
tilvalið að hella því í klósettið, láta
það liggja um stund og þrífa svo
skálina, hún verður tandurhrein á
eftir.“
Guðrún hvetur fólk til að prófa
sig áfram, margir trúi því ekki að
náttúruleg efni virki jafn vel og
kemísk en sú sé raunin í mörg-
um tilfellum. „Það verður svo að
góðum vana að velja umhverfis-
vottaðar vörur, fólk hættir því
ekki ef það á annað borð byrjar,
rétt eins og fæstir hætta að flokka
rusl ef þeir byrja á því.“
Á vefnum natturan.is eru ýmis
góð ráð er kemur að umhverfis-
vænum hreinsiefnum. Þar er
og bent á að jarðarbúar noti
gríðarlegt magn af salernispappír,
bleium og ýmiss konar einnota
vörum. Þær sé allar hægt að
kaupa umhverfisvottaðar sem sé
miklu betra fyrir umhverfið.
sigridur@frettabladid.is
Náttúruleg efni nýtast
við hreingerningar
GUÐRÚN A.
TRYGGVADÓTTIR
SÍTRÓNUR ERU TIL MARGRA HLUTA NYTSAMLEGAR Sítrónur þekkja flestir í matargerð
en færri vita að þær má nota til hreingerninga. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Norræni svanurinn er eitt af fjórum
áreiðanlegustu umhverfismerkjum
í heimi segir á síðunni Náttúran.
is og er þar vísað til
úttektar sem ráðgjaf-
arfyrirtækið ERM
gerði fyrir breska
umhverfisráðuneytið.
Úttektin náði til 207
mismunandi merkja. Auk
Svansins vermdu Blái engillinn
í Þýskalandi, Evrópublómið og
nýsjálenska merkið Environmental
Choice toppsætin í úttektinni.
Á síðunni er og bent á að
mismikið liggi á bak við umhverf-
ismerkingu á vörum eða þjónustu.
Mun áreiðanlegra sé ef slíkt er
gert af óháðum úttektaraðila.
Bent er á að varast eigi að blanda
saman umhverfisvottun fyrirtækja
og vottuðum umhverfismerkjum.
Umhverfisvottun fyrirtækja (ISO
14001) staðfesti að í fyrirtækinu
séu ákveðnir verkferlar sem taka
tillit til umhverfismála, hún segi
hins vegar ekkert til um umhverfis-
áhrif varanna sem fyrirtækið
framleiðir eða selur.
Heimild: www.natturan.is
Oft er hægt að sleppa hreingern-
ingarefnum við þrif ef notaðir eru
örtrefjaklútar og náttúruleg efni
eins og edik eða salt.
Yfirleitt er hægt að helminga
ráðlagða skammta hreinsiefna
því vatn á Íslandi er mun mýkra
en t.d. víða í Evrópu.
Til að koma í veg fyrir vonda
lykt í eldhúsinu er gott að leggja
appelsínubörk á heita eldavélar-
hellu.
Til þess að fá
gluggana til að vera
sérstaklega fallega
er ráðlagt að bæta
salti út í sápuvatnið. Eða setja
salt og edik út í vatn og pússa
með dagblöðum.
Fjarlægja má rispur í timbur-
gólfum með stálull sem dýft er í
vaxbón.
Þvoið baðkarið með blöndu af
ediki og salti.
Kaffikorg má nota til að þrífa
potta en einnig sem áburð.
Hellið afgöngunum af kóki í
klósettið því það hefur hreins-
andi áhrif.
Sítrónuvatn er notadrjúgt
hreinsiefni, bæði inni á baði
og eldhúsi. *Heimild: Náttúran.is
VISTVÆN HÚSRÁÐ*
21
6
k
r
2
2
3
k
r
2
2
9
k
r
2
57
k
r
32
6
k
r
2005 2006 2007 2008 2009
Viðskiptavinir TM fá tuttugu prósenta afslátt af barnabílstólum í verslun Baby
Sam. Þessar upplýsingar komu ekki fram í greininni Hvað kostar bílstóll fyrir
ungbarn, sem birtist á Neytendasíðu í síðustu viku og er hér með bætt úr því.
Hægt er að sjá upplýsingar um verð á stólunum með afslætti á vefsíðu félags-
ins, www.tm.is.
■ Viðskiptavinir TM fá afslátt í Baby Sam
20 prósenta afsláttur í Baby Sam
Listakokkar munu reiða fram ókeypis kjötsúpu fyrir
gesti og gangandi á Skólavörðustígnum á laugardag.
Þeir Siggi Hall, Úlfar Eysteinsson, Friðgeir Eiríksson og
Snorri Birgir Snorrason munu standa yfir pottunum
og seðja hungur þeirra sem eru í bæjarferð. Súpan
verður framreidd á fimm stöðum á Skólavörðustígnum
frá klukkan eitt, þegar fyrsti skammturinn verður réttur
inn í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg.
■ Fyrsta vetrardegi fagnað
Kjötsúpa á Skólavörðustígnum
Réttur dagsins, súpa og salatbar verður allt á fimm ára gömlu verði í október
hjá heilsustaðnum Maður lifandi í tilefni af fimm ára afmæli fyrirtækisins.
Réttur dagsins kostar 1.190 krónur, í stað 1.490, súpan 790 krónur í stað 890
og súpa og salatbar 1.090 krónur en ekki 1.390.
❍Maður lifandi með fimm ára gamalt verð
Réttur dagsins á 1.190 krónur
Full búð af föndur-
vörum fyrir jólin...
Snjókarlar
Pakkningin inniheldur allt efni í 4 stk.
Tvo 5 sm og tvo 8 sm háa snjókarla
Verð
áður
2.590
kr.
Smáratorgi 1, Kópavogi + Sími: 515 5100 + sala@a4.is + www.a4.is
Glerárgötu 34, Akureyri + Sími: 515 5160 + akureyri@a4.is + www.a4.is
40%
AFSLÁTTUR
Könglafjölskylda Settið inniheldur allt efni
í 10 stk. Hæð 12 sm. Verð 2.660 kr.
Englasveinar Settið inniheldur allt efni
í 6 stk. Hæð 9 sm. Verð 2.880 kr.
Bjöllusveinar Settið inniheldur
allt efni í 2 stk. Hæð 30 sm.
Verð 2.990 kr.
Ég var um daginn að hengja upp myndir
í barnaherbergi sonar míns, sem er eins
árs. Myndirnar eru í eins metra hæð svo
hann geti skoðað
þær. Þar sem ég vil
hafa umhverfi hans
öruggt keypti ég
ramma með plasti
í stað glers. Svo
hengdi ég myndirnar
ekki upp á nagla
heldur setti þær
á franskan rennilás með lími báðum
megin. Það er öruggt, mjög þægilegt
og hann getur ekki kippt myndunum
niður. Sama gerði ég við speglaflís. Ég
setti hana inn í einfaldan ramma og
með plasti. Ef spegillinn dettur á gólfið
fara brotin ekki neitt. Spegillinn er ekki
hættulegur í rammanum.
GÓÐ HÚSRÁÐ
LÍMIR RAMMANA UPP
❁ Eyrún Magnúsdóttir