Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR 22. október 2009 — 250. tölublað — 9. árgangur Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 BRESKA TÍSKUVERÐLAUNAHÁTÍÐIN verður haldin 9. desem- ber næstkomandi. Galakvöldið markar lok viðburðaríks afmælisárs tísku- vikunnar í London sem haldin var í 25. sinn. Verðlaun verða veitt þeim sem mest áhrif hafa í tískubransanum en eftirsóttastur er titillinn um tískuhönnuð ársins. Í fyrra var það Luella Bartley sem hreppti hann. Heba Pétursdóttir er 22 ára nemi í Hönnunar- og handverksskól-anum. Þar er hún líka formaður nemendafélagsins og í hópi þeirra nemenda sem fá hæstu einkunnir skólans. Þetta gerir hún samhliða því að vera einstæð móðir þriggja ára tvíburasystkina. Einhver gæti haldið að manneskja með jafnmörg járn eldinumh f börnin. „Amma mín og mamma gáfu mér saumavél á sínum tíma og það kom mér á sporið,“ segir Heba og kímir. Hún segir föður-ömmu sína, sem búsett er í Chi-cago, duglega við að leita uppi föt sem hún telji líkleg til að heilla ömmubarnið á Íslandi Súamma h fi miðbænum sé oft nægilegur til að kveikja ótal hugmyndir í huga sér. „Ég hef alltaf viljað skara fram úr og setja mér markmið og hlakkað til næsta dags,“ segir hún og þver-tekur fyrir að hafa nokkurn tímann litið á móð Gleymdar gersemar, ömmur og stríðsárinEinhverjir gætu haldið að rúmlega tvítugri stúlku með þriggja ára tvíbura gæfist lítill tími til að sinna útlitinu og námi. Hebu Pétursdóttur tekst þó að sameina þessa þætti með prýði. Heba segist alltaf hlakka til framtíðarinnar þótt hugurinn reiki til fortíðarinnar þegar kemur að klæðnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Auglýsingasími VEÐRIÐ Í DAG HEBA PÉTURSDÓTTIR Finnur gersemar í fata- skáp ömmu sinnar • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS VetrardekkSérblað um dekk • 22. september 2009 Öll ljóðin á einum stað Ingibjörg Haralds- dóttir gaf út ljóða safn í tilefni af afmælinu sínu. TÍMAMÓT 30 Músík og mannasiðir „Gróskan í starfi tónlistarskól- anna myndi trúlega lyfta öðru skólastarfi,“ skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 24 VETRARDEKK Gróf, gripmikil, mjúk, hljóðlát og endingargóð Sérblað um vetrardekk FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG verndar viðkvæma húð Leynist þvottavél frá í þínum pakka? Bæklingur frá Húsasmiðjunni fylgir Fréttablaðinu í dag! Vætusamt Í dag verður frekar hæg norðlæg átt en 10-15 m/s norðvestanlands. Rigning eða súld víða um land en styttir upp sunnan lands er líður á daginn. Hlýjast sunnantil. VEÐUR 4 7 2 4 7 8 Skemmtilegt par Jónína Leósdóttir og Hallgrímur Helgason ræða um kynlífslýsingar í bókum við unglinga. FÓLK 50 FÓLK Halla Vilhjálmsdóttir býr nú í Svíþjóð þar sem hún vinnur að því að koma sér á framfæri sem tónlistarmaður. Á dögunum sendi hún lagið How í vefkeppni Melodi festival- en, sem er undan- keppni Euro- vision í Svíþjóð. Lagið er komið í gegnum fyrsta niðurskurð, er þar á meðal tuttugu vinsælustu laganna. Melodifestivalen er vinsælasta sjónvarpsefni Svíþjóðar, en millj- ónir fylgjast með keppninni á hverju ári. Halla segir keppnina opna ýmsar dyr. „Það er nóg að komast á Melodi festivalen til að fá gigg og plötusamning,“ segir hún. - afb / sjá síðu 50 Halla Vilhjálmsdóttir: Freistar þess að komast í Euro- vision í Svíþjóð HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR STJÓRNMÁL Dagur B. Eggerts- son, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir offjárfestingu á fasteignamarkaði á höfuðborgar- svæðinu nema yfir 100 milljörð- um króna. „Það voru stjórnmálamenn í aðdraganda síðustu sveitarstjórnar- kosninga, sjálfstæðismenn í öllum sveitarfélögum, sem löðuðu til sín atkvæði með loforðum um ódýrar lóðir fyrir alla. Því var haldið fram að hækkun fasteignaverðs væri vegna þess að Reykjavíkur- listinn hefði ekki tekið þátt í þessu ofsakapphlaupi sumra nágranna- sveitarfélaganna í lóðaúthlutunum. Þessi málflutningur hefur ekki aðeins reynst rangar heldur er reikningurinn á við heila Kára- hnjúkavirkjun,“ segir Dagur. Að sögn Dags varaði hann sjálfur og margir aðrir við þenslu á fast- eignamarkaðinum. Nú séu um þrjú þúsund óseldar eða langt komn- ar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Verðmæti þessa sé um 73,5 millj- arðar króna. Þess utan standi yfir 4.300 lóðir tómar. Sveitarfélögin hafi lagt í um 35 milljarða fjárfest- ingar sem ekki séu nýttar. Samtals liggi vel yfir 100 milljarðar í ónýtt- um eignum. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir málið mjög alvarlegt og varða í mörgum tilfellum fjárhag einstakl- inga, fjölskyldna og fyrirtækja. „Þetta er miklu viðkvæmara og að sumu leyti sorglegra en svo að menn geti rokið fram í umræðuna með einhverjum ódýrum pólitísk- um frösum,“ segir Júlíus. Að sögn Júlíusar er orsaka meðal annars að leita hjá lánastofnunum. „Ég hef líka bent á það að upphaf þessarar verðlagsþróunar má að nokkru leyti rekja til lóðaskorts og uppboðsstefnu R-listans á sínum tíma. En við eigum ekki að festa okkur í slíku heldur hugsa fram á veginn og leita lausna,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson. - gar / sjá síðu 6 Yfir 100 milljarðar í ónýttri fjárfestingu Óseldar íbúðir og fjárfestingar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru yfir 100 milljarða króna virði þrátt fyrir viðvaranir um þenslu segir oddviti Samfylkingar í borgarstjórn. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks varar við pólitískum frösum. MÓTMÆLI Á MIKLUBRAUT Íbúar í Hlíðunum segjast vilja draga að sér andann rólegir og hlífa börnum við svifryksmengun, sem þeir segja ítrekað fara yfir heilsufarsmörk í hverfinu. Um þrjátíu manns vöktu athygli á þessu með aðgerðum í gær. ÍTALÍA Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, segist stýra landinu af skyldurækni og fórn- fýsi en ekki af því að hann hafi gaman af því. Hann segist raunar alls ekki hafa gaman af landsstjórn- inni, en þráist þó við vegna þess að hann sé „eini leiðtoginn sem geti haldið saman miðju- og hægriflokkunum“. Í viðtali við CNN sagði hann margt andstyggilegt fylgja því að vera í hans stöðu, einkum rætna fjölmiðlaumfjöllun. Hann sagðist enn fremur aldrei hafa talað af sér, ekki heldur þegar hann kall- aði Barack Obama sólbrúnan. Allt sem hann segði, brandarar sem annað, væri þaulhugsað. - sh Silvio Berlusconi: Líkar ekki vel við starf sitt SILVIO BERLUSCONI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Hasar í Meistara- deildinni Það var að vanda mikið fjör í leikjum Meistaradeildarinnar og dramatíkin mikil. ÍÞRÓTTIR 46 EFNAHAGSMÁL Stefnt er að því að taka endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands fyrir á fundi framkvæmda- stjórnar Alþjóðagjaldeyris sjóðsins (AGS) á miðviku- dag. Uppfærð efnahagsáætlun var send framkvæmda- stjóra sjóðsins í gær. Samþykki stjórnin áætlunina fær Ísland aðgang að öðrum hluta lánafyrirgreiðslu sjóðsins, eða 168 millj- örðum Bandaríkjadala. Þá opnast aðgangur að fyrsta fjórðungi 2,7 milljarða lánafyrirgreiðslu Norður land- anna og Póllands. Mark Flanagan, yfirmaður AGS í málefnum Íslands, segir, í viðtali á heimasíðu sjóðsins, að erlendar skuldir Íslendinga séu hærri en reiknað var með þegar sjóðurinn kom að málum hér. Hann telji landið hins vegar standa undir þeim skuldum. „Gert er ráð fyrir að erlendar skuldir þjóðarbúsins minnki hratt eftir því sem eignir eru seldar úr þrota- búum bankanna og skuldir þeirra afskrifaðar að stór- um hluta,“ segir Flanagan. Hann segir tvennt hafa tafið endurskoðun efnahagsáætlunarinnar. Stjórnmála- órói og kosningarnar í vor hafi tafið stefnumótun. Þá hafi tafist að semja við erlenda lánardrottna sem hafi gert fjármögnun lána flóknari. - kóp Fulltrúi AGS segir skuldir Íslendinga hærri en búist var við en viðráðanlegar: Ísland á dagskrá hjá stjórn AGS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.