Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans Í dag er fimmtudagurinn 22. okt- óber 2009, 295. dagur ársins. 8.40 13.12 17.43 8.31 12.57 17.21 Mig dreymdi að væri komið árið 2012, þeir tunglið höfðu malbikað og steypt í hólf og gólf. Já veröldin var skrýtin, það var allt orðið breytt, því vélar unnu störfin og enginn gerði neitt,“ söng Vilhjálmur Vilhjálmsson árið 1969 á plötunni Hún hring minn ber. SKONDIN framtíðarsýn og fyndið hvernig fólk sá alltaf fyrir sér að tunglið yrði aðalstaðurinn á 21. öldinni, eins og við hefðum eitthvað þangað að sækja sérstak- lega. ÉG man líka eftir því að hafa lesið einhvers staðar fyrir mörg- um árum vangaveltur nokkurra grunnskólanemenda um fram- tíðina, gæti kannski hafa verið í Æskunni. Krakkarnir höfðu árið 1985 verið beðnir um að ímynda sér hvernig umhorfs yrði á Íslandi eftir 25 ár í máli og myndum. Þá virtist árið 2010 svo óralangt í burtu, nánast óraunverulegt í barnshuganum og spárnar eftir því. LÍKT og Vilhjálmur söng spáðu flestir krakkarnir því að tungl- ferðir yrðu orðnar daglegt brauð og vélmenni sæju um öll verk, sérstaklega heimilisverkin. Ein- hverjir hafa verið orðnir leiðir á að taka til í herberginu sínu og að vera settir í uppvaskið. Allir byggju í kúlulaga húsum og svíf- andi ökutæki hefðu leyst bíla af hólmi, veðrið væri alltaf gott, fólk þyrfti ekkert að vinna og gæti leikið sér og slappað af. Flestir sáu líka fyrir sér að eiga helling af peningum. Ekki amaleg fram- tíðarsýn það. ÉG man ekkert hvernig ég sjálf hélt að heimurinn yrði árið 2010. Sem jarðbundin sveitastúlka sá ég ekkert endilega fyrir mér að flandrast til tunglsins í tíma og ótíma. Man þó að kúlulaga hús eins og Barbafjölskyldan bjó í þótti mér flott. En kannski hélt ég bara að ég yrði hvort eð er orðin svo rosalega gömul árið 2010 að það tæki því ekkert að hugsa um það. ÞESSA dagana veltir margur framtíðinni fyrir sér enda er hún óljós og jafnvel óárennileg svo ekki sé meira sagt. Spár grunn- skólanemendanna þarna um árið virðast ekki ætla að ganga eftir. En þeir voru bjartsýnir og það þýðir ekkert annað. Ég vona alla- vega að ef grunnskólanemend- ur í dag fá þetta sama verkefni horfi þeir af sömu bjartsýni til tilverunnar eftir 25 ár, árið 2034. Icesave-skuldin verður þá von- andi að mestu frá. Framtíðarsýn BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.