Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 30
 22. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR 1. 2. 4. 1. Goodyear UG 7 Vetrardekk. Afburðardekk við íslenskar aðstæður. Háþróað dekk frá Goodyear sem hlotið hefur 1. verðlaun í stórum saman- burðarkönnunum víða um heim. 2. Sava Eskimo Ice Neglanleg vetrardekk með djúpu munstri. Frábær dekk á hagstæðu verði. Framleidd af Goodyear. 3. Winterforce Neglanleg vetrardekk. Frábær kanadísk dekk á hagstæðu verði. Tilvalin undir jepplinga og óbreytta jeppa. 4. Goodyear Wrangler MT/R Neglanleg vetrardekk. Sterk og endingargóð dekk sem henta við flestar aðstæður. Stærðir 30”–40” 3. Hjá Heklu áttar fólk sig á muninum á hjólbörðum, eigin- leikum þeirra og gæðum. Á þeim 76 árum sem fyrirtækið Hekla hefur starfað hefur ótal margt skemmtilegt gerst á Ís- landi og Íslendingar eignast kynstrin öll af fallegum og eða nytsamlegum hlutum fyrir til- stuðlan fyrirtækisins. Ekki átta sig þó allir á því að meðal vinsælustu hlutanna skipa hjólbarðarnir stóran sess og góð dekk eiga mikinn þátt í daglegu lífi fólks. „Með okkar breiðu vörumerkjalínu getum við upp- fyllt þarfir viðskiptavina okkar og mismunandi kröfur þeirra um verð og gæði,“ segir Þorgeir Ragnar Pálsson, vörustjóri hjól- barðadeildar Heklu. Hekla er elsti umboðsaðili Goodyear í Evrópu, en umboðið fékk fyrirtækið árið 1952. En auk þess er fyrirtækið með umboð fyrir Winterforce, Dunlop og Sava, og eru tvö síðast nefndu vörumerkin í eigu Goodyear. Auk þess er Hekla söluaðili fyrir Mickey Thompson. Fyrirtækið býður því upp á breiða línu af dekkjum, allt frá minnstu fólks- bíladekkjum til stærstu vörubíla- og vinnuvéladekkja. En hver er munurinn á þessu öllu? Á því kann Þorgeir góð skil. „Sava-dekkin höfum við aðallega flutt inn í stærðum fyrir fólks- bíla. Sem vetrardekk eru þau bæði fáanleg negld og ónegld og svo auðvitað sem sumardekk. Winterforce-dekkin hafa aðal- lega verið í stærðum sem passa undir jepplinga og óbreytta jeppa; þau dekk eru bæði fáanleg negld og ónegld. Þessi dekk hafa verið gríðarlega vinsæl og eru mjög hentug fyrir íslenskar aðstæður,“ útskýrir hann. „Goodyear Wrangler og Mickey Thompson hafa verið gríðarlega vinsæl jeppadekk hér á landi í mörg ár. Þessar tvær tegundir eru fáanlegar fyrir bæði óbreytta og breytta jeppa,“ segir Þorgeir. En einnig býður fyrirtækið upp á mikið úrval af mótorhjóla- og fjórhjóladekkjum. „Þar er Dunlop okkar helsta vörumerki,“ bætir Þorgeir við. Þorgeir segir auðvelt að fá nánari leiðbeiningar hjá fyrir- tækinu. Hekla rekur eigið hjól- barðaverkstæði í Klettagörðum þar sem hægt er að fá umfelgun fyrir fólksbílinn og upp í stærstu gerð af flutningabílum. Þá býður Hekla viðskiptavinum sínum vaxtalaus þjónustulán bundin greiðslukortasamningi við kaup á dekkjum. Hann bendir á að helstu sölustaðir Heklu séu Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Hátúni 2a, Gúmmívinnustofan Skipholti 35, Höldur dekkjaverk- stæði Glerártorgi Akureyri, Kjal- fell Blönduósi, KS Sauðárkróki og helstu dekkjaverkstæði um land allt. Leyndardómar dekkjanna Hekla hefur umboð fyrir fjölmörg vörumerki og leggja starfsmenn fyrirtækisins metnað sinn í að geta uppfyllt þarfir viðskipta- vina sinna og kröfur þeirra um verð og gæði. Gísli Ólafsson, Þorgeir Pálsson og Eggert B. Eggertsson eru meðal þeirra sem sjá um að hver viðskiptavinur fái dekk við hæfi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ● EÐLI HJÓLBARÐA Hjólbarðinn er eina snerting ökutækisins við veginn og hann þarf að vera gæddur mörgum kostum. Honum er ætlað að bera þunga bílsins með öllu sem honum fylgir og þola gífurlegar breytingar á þunga- þoli við hverja inngjöf og hemlun. Til að ökutækið láti vel að stjórn á hvaða vegi og í hvaða veðri sem er þarf hjólbarðinn að hafa rásfestu og halda stefnunni auk þess að koma í veg fyrir að hindranir og holur trufli akstur og þægindi bílstjóra og farþega. Svo þarf hann að rúlla og endast svo vel sem kostur er. Árið 2003 veitti Alþingi Ditlev Thomsen, konsúl og kaupmanni, 2.000 króna styrk til að gera til- raunir með hvort hægt væri að nota bifreiðar á íslenskum vegum. Thomsen keypti Cudell- bifreið til að prófa á íslenskum vegum, en val hans á bílnum var nokkuð umdeilt. Gripinn flutti hann til Íslands árið 1904 en hann keypti bílinn í Kaupmannahöfn. Cudellinn var þó framleiddur í Aachen í Þýskalandi, að mestu leyti eftir teikningum DeDion í Frakklandi. Bíllinn hefur jafnan verið kallaður Thomsen-bíllinn og var mikið skrifað og skrafað um ófarir hans, en bíllinn var þriggja ára er hann kom til landsins. - jma Fyrsti bíllinn umdeildur Lengst til vinstri er annar ekill fyrstu bifreiðarinnar, Tómas Jónsson. Í miðið er Þorkell Clementz sem fyrst ók honum og til hægri er Ditlev Thomsen konsúll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.