Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 36
 WWW.N1.IS Frábært úrval af dekkjum, dekkjahótel og betri þjónusta Þú færð skjóta og góða hjólbarðaþjónustu hjá N1. Við bjóðum upp á eitt mesta úrval landsins af hjólbörðum og geymum sumardekkin á dekkjahóteli fyrir þá sem vilja. Renndu við hjá okkur þegar þér hentar, við tökum vel á móti þér! Láttu ekki veturinn koma þér á óvart! -15% Hjólbarða- þjónusta Þeir sem skrá sig í Sparitilboð N1 á n1.is fá veglegan afslátt Hjólbarðaþjónusta N1 er að finna víða á höfuðborgarsvæðinu og á völdum stöðum á landsbyggðinni. Hjá Pústþjónustunni BJB er rekin alhliða þjónusta fyrir bifreiðaeigendur; innflutn- ingur á pústkerfum og dekkjum ásamt dekkjaþjón- ustu, viðgerðir og smíðar á pústkerfum, bremsu- og smurþjónusta svo eitthvað sé talið. Einungis er boðið upp á viðurkenndar vörur frá heims- þekktum framleiðendum. Starfsmenn Pústþjónustunnar BJB að Flatahrauni 7 í Hafnarfirði hafa í nógu að snúast þessa dag- ana, en þar er rekin alhliða þjón- usta fyrir bifreiðar ásamt sölu á fjórhjóladekkjum og felgum. „Upphaflega var þetta pústþjón- ustufyrirtæki og rekið sem slíkt í meira en 27 ár, þar sem megin- áherslan var lögð á sölu, skipti og viðgerðir á pústkerfum og sér- smíðuð pústkerfi í breytta bíla. Þegar eigendaskipti urðu árið 2007 ákváðum við hins vegar að færa okkur út í heildstæða þjónustu, svo sem smurningu, bremsur, dekk, smávægilegar viðgerðir og fleira,“ segir eigandinn Piero Segatta. Að hans sögn er fyrirtækið sí- fellt að leita leiða til að bæta þjón- ustuna. „Til marks um það byrj- uðum við nýlega að þjónusta fjór- hjól.“ Ástæðuna segir Piero meðal annars þá að fjórhjólum fjölgi stöðugt hérlendis. „Menn hafa áttað sig á því að fjórhjól er hægt að nota til margvíslegra hluta, til leikja, vinnu eða í útleigu. Þeir sem áður hefðu keypt sér snjó- sleða velja nú hugsanlega frekar fjórhjól enda verður notkunartím- inn lengri með réttum dekkjum og þá vilja menn vera vel útbúnir.“ Meðal þess sem eigendum fjór- hjóla stendur til boða hjá Púst- þjónustunni eru radial-dekk. „Þau henta vel við íslenskar að- stæður, sérstaklega í snjó þar sem hægt er að hleypa úr þeim lofti og ná gríðar lega góðu floti. Dekkin verða ekki stíf í kulda eins og strigadekk, hafa gott grip og eru mjúk í akstri. Tvö merki eru í boði. Annað er Maxxis Big Horn, sem hefur sannað sig hér, en í því eigum við bæði 26 og 27 tommu dekk í tólf tommu felgu- stærð. Hitt merkið er Vision Trail Finder, með 26 tommu dekkjum í fjórtán og fimmtán tommu felgu- stærð, en þau eru ekki eins gróf og breið og Big Horn, valda minni hávaða og eru heppilegri til götu- aksturs.“ Piero segir að eigendur fólks- bíla og jeppa ættu heldur ekki að koma að tómum kofanum hjá honum. „Fyrir fólksbíla, jepp- linga og jeppa erum við með eigið dekkjamerki, Federal Tyres, sem hefur fimmtíu ára reynslu í fram- leiðslu dekkja. Þarna fær fólk mikil gæði á sanngjörnu verði,“ bendir hann á en tekur fram að öllu helstu merkin séu líka í boði, en þá helst fyrir jeppa, lúxusjeppa og „sportjeppa“: Bridgestone, Cooper, Dunlop, General, Good- year, Firestone, Mickey Thomp- son, Pirelli og Toyo. „Svo sérhæf- um við okkur í „lágprófíl“ dekkj- um á flestar stærðir lúxus og betri fólksbíla. Þessi merki flytjum við inn frá Bandaríkjunum og bjóðum í mörgum tilfellum betra verð en umboðsaðilar hér heima.“ Höfum þjónustað lands- menn í meira en þrjátíu ár „Hjá okkur starfa menn með mikla reynslu að baki. Hér eru tveir sem eru með samanlagðan 45 ára starfsaldur, þannig að viðskiptavinir okkar fá fyrirtaksþjónustu.“ FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N 1. 2. Önnur þjónusta Dekk Púst Smurning Bremsur Fjöðrun Rafgeymar 3. 1. Jeppa og jepplinga dekk 16 og 17” verð frá 22.500 kr. 2. Fólksbíla, jepplinga og lágprófildekk Neglanleg, flestar stærðir. Verð á algengu fólksbíladekki 195/65 R15, 12.500 kr. 3. Fólksbíla, jepplinga og lágprófildekk Heilsárs, flestar stærðir. Verð á algengu fólksbíladekki 205/55 R16, 14.900 kr. 4. Fjórhjóladekk Radial. 26 og 27” í 12, 14 og 15” felgustærð. Verð á 27x12 R12, 37.500 kr. 4. 22. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.