Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 58
46 22. október 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Laun knattspyrnumanna í Noregi hafa hækkað gríðarlega undanfarin tvö ár, eða um 55 pró- sent. Launahæsti leikmaðurinn í norska boltanum er Erik Andre Huseklepp hjá Brann en launin hans hafa hækkað um 2.503 pró- sent á aðeins tveimur árum, sem er lyginni líkast. Veigar Páll Gunnarsson þén- aði mest íslensku leikmannanna, hann var með tæplega 4,6 milljónir íslenskra króna á mánuði fyrir skatt en tekjuskattar eru um fimm- tíu prósent í Noregi. Gríðarlega athygli vekur að Gylfi Einarsson er þriðji launa- hæsti Íslendingurinn í norska boltanum með fjórar milljónir í mánaðarlaun. Gylfi var týndur í Englandi þar sem hann spilaði lít- inn fótbolta í langan tíma vegna meiðsla. Þrátt fyrir það hefur honum tekist að landa frábærum samningi hjá Brann. Brann er það félag sem virðist greiða hæstu launin. Laun Ólafs hafa til að mynda hækkað um 187 prósent á tveimur árum og laun Kristjáns hafa hækkað um 135 prósent á sama tímabili. „Þetta er meiri hækkun en liðin geta staðið undir. Utanaðkomandi peningar frá fjársterkum einstakl- ingum eru ástæðan fyrir þessari hækkun. Þetta er hættuleg þróun því einstaklingarnir geta hlaupið frá samningunum og þá standa félögin eftir með ábyrgðina,“ segir Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður. - hbg Veigar Páll Gunnarsson var launahæstur Íslendinganna í Noregi í fyrra: Launasprengja í norska boltanum GULLKÁLFUR Laun Veigars Páls Gunnars- sonar hækkuðu um 245 prósent á aðeins tveimur árum. NORDIC PHOTOS/AFP LAUNIN Í NOREGI Mánaðarlaun íslenskra leikmanna í Noregi fyrir skatta. Launin eru í íslenskum krónum. Veigar Páll Gunnarsson 4,6 m. ísl. kr Ólafur Örn Bjarnason 4,4 m. Gylfi Einarsson 4 m. Kristján Örn Sigurðsson 3 m. Indriði Sigurðsson 2,1 m. Garðar Jóhannsson 1,5 m. Ármann Smári Björnsson 1,4 m. Pálmi Rafn Pálmason 1,3 m. Birkir Már Sævarsson 1,2 m. Birkir Bjarnason 800 þ. Jóhannes Harðarson 740 þ. Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis 2009 Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis verður haldinn í Fylkishöll fi mmtudaginn 5. nóvember 2009 kl. 20.30. Dagskrá; 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis. > Andri orðaður við Grindavík Andri Ólafsson var í gær sagður vera með freist- andi samningstilboð í höndunum frá Grindavík en samningur hans við ÍBV er að renna út. Þetta kom fram á vef Eyjafrétta í gær. Andri var reyndar í síðustu viku sagður hafa komist að munnlegu samkomulagi við ÍBV um að vera áfram hjá félaginu en í samtali við Eyjafréttir í gær sagði hann að viðræður stæðu enn yfir. Hann vildi þó ekkert tjá sig um áhuga annarra liða. „Eitt get ég sagt. Ef ég færi frá ÍBV, þá yrði það erfiðasta ákvörðunin sem ég gæti tekið,“ er haft eftir Andra. Varnarmaðurinn og landsliðskonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir þurfti sem kunnugt er að draga sig út úr landsliðshópnum fyrir leikina gegn Frakklandi og Norður-Írlandi í undankeppni HM 2011 í fótbolta. Guðrún Sóley fékk heilahristing í fyrsta leik Íslands á lokakeppni EM í sumar og lenti svo aftur í því sama í leik með liði sínu Djurgården í Svíþjóð fyrir þremur vikum og hefur ekki náð sér almenni- lega síðan. „Ég kom heim til Íslands og fór í mynda- töku og hitti taugalækni en í þessum tilfellum er erfitt fyrir lækninn að gefa einhvern tíma sem tekur að jafna sig því það er svo misjafnt hvernig fólk bregst við meiðslum sem þessum. Ég er með það sem er kallað „eftir heilahrist- ings einkenni“ og má í raun ekkert gera aftur fyrr en ég er laus við alla fylgifiska heilahristings, það er að segja hausverk og slappleika og svoleiðis. Þetta getur víst varað upp í nokkra mánuði í versta falli þannig að ég verð að vera ótrúlega dugleg að hvíla mig og vona að ég losni við þetta sem fyrst. Ég er líka ef til vill að lenda í þessu núna útaf því að ég hvíldi ekki þegar ég lenti í þessu fyrst. Ég þjösnaðist þá á þessu áfram þrátt fyrir að vera aðeins slöpp en verð að læra af því og sýna skynsemi núna,“ segir Guðrún Sóley. Meiri líkur en minni eru á því að hún missi af síðustu leikjum tímabilsins með Djurgården en félagið er sem stendur í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. „Það er mjög ólíklegt að ég nái að spila þessa tvo leiki sem eru eftir af tímabilinu með Djurgården. Það er ekki sniðugt að spila þessa leiki út af hættunni á því að fá enn annan heilahristing því eftir því sem maður fær heilahristing oftar þá þarf alltaf minna til í hvert skipti til þess að maður lendi í þessu aftur. Ég er því búin að tala við liðið mitt og aðstand- endur þess og við erum sammála um það að eins og staðan er núna þá sé best að ég spili þessa leiki ekki og einbeiti mér að því að verða hraust aftur,“ segir Guðrún Sóley. GUÐRÚN SÓLEY GUNNARSDÓTTIR: MUN MJÖG LÍKLEGA MISSA AF SÍÐUSTU LEIKJUM TÍMABILSINS MEÐ DJURGÅRDEN Má ekkert gera fyrr en ég losna við öll einkenni Meistaradeild Evrópu A-riðill: Bordeaux-Bayern München 2-1 Juventus-Maccabi Haifa 1-0 1-0 Giorgio Chiellini (47.). B-riðill: CSKA Moskva-Manchester United 0-1 0-1 Antonio Valencia (86.). Wolfsburg-Besiktas 0-0 C-riðill: Real Madrid-AC Milan 2-3 1-0 Raul (19.), 1-1 Andrea Pirlo (62.), 1-2 Alex- andre Pato (66.), 2-2 Royston Drenthe (76.), 2-3 Pato (88.). FC Zürich-Marseille 0-1 D-riðill: Porto-Apoel 2-1 Chelsea-Atletico Madrid 4-0 1-0 Salomon Kalou (41.), 2-0 Kalou (52.), 3-0 Frank Lampard(69.), 4-0 Luis Perea, sjálfsm.(90.). KÖRFUBOLTI Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. KR vann 58-77 sigur gegn Grindavík þar sem Signý Her- mannsdóttir var atkvæðamest hjá KR með 18 stig en Petrún- ella Skúladóttir skoraði 22 stig fyrir Grindavík. Þá unnu Íslands- meistarar Hauka 70-43 sigur gegn Snæfelli og Njarðvík vann Hamar 83-61. - óþ Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í gær: KR áfram á sigurbraut FÓTBOLTI Sigurganga Chelsea og Manchester United hélt áfram í gærkvöldi þegar þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildarinn- ar lauk með átta leikjum. Þá vann AC Milan ótrúlegan sigur gegn Real Madrid í bráðfjörugum stór- liða slag. Antonio Valencia sá til þess að Manchester United er búið að vinna alla þrjá leiki sína til þessa í riðlakeppninni en hann skoraði sigurmarkið á 86. mínútu í 0-1 sigri gegn CSKA Moskva á gervi- grasinu á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu. Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United var hæstánægður með sína menn í leikslok og ítrekaði að undirlagið á vellinum hefði verið aukaatriði. „Ég sagði fyrir leikinn að sá sem er góður í fótbolta hefur fulla stjórn á boltanum. Undirlagið, hvort sem það er gervigras eða gras, skiptir ekki máli. Við sýnd- um það í þessum leik. Við náðum líka að skapa okkur mikið af mark- tækifærum og Antonio Valencia skoraði gott mark þannig að við erum mjög ánægðir,“ sagði Fergu- son. Salomon Kalou kom Chelsea á bragðið gegn Atletico Madrid á heimavelli sínum í Lundúnum með tveimur mörkum beggja megin við hálfleik. Þá bætti Frank Lampard við þriðja markinu um miðjan síðari hálfleikinn áður en Luis Perea skoraði sjálfsmark og innsigl- aði þar með glæsilegan 4-0 sigur Chelsea. Brasilíumaðurinn efnilegi Alex- andre Pato stal senunni á Santiago Bernabeu-leikvanginum í Madríd í gær þegar hann skoraði tvennu í 2-3 sigri AC Milan gegn Real Madrid. Madrídingar leiddu leik- inn 1-0 í hálfleik með marki Raul Gonzalez en Pato og Andrea Pirlo komu gestunum yfir með tveimur mörkum með skömmu millibili um miðjan síðari hálfleik. Royston Drenthe jafnaði leikinn fyrir heimamenn þegar stundar- fjórðungur lifði leiks en það var svo Pato sem tryggði AC Milan sigurinn skömmu fyrir leikslok. omar@frettabladid.is Pato með tvennu í Madríd Alexandre Pato skoraði tvö mörk í fræknum sigri AC Milan gegn Real Madrid í rússíbanaleik. Chelsea og Manchester United eru enn með fullt hús stiga. FÖGNUÐUR Leikmenn AC Milan höfðu ærna ástæðu til þess að fagna á Santiago Bernabeu-leikvanginum í Madríd í gærkvöldi eftir 2-3 sigur gegn Real Madrid. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.