Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 28
 22. október 2009 FIMMTU- 2 Sérverslun með FÁKAFENI 9 (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Skór & töskur www.gabor.is Bæjarlind 6 - Eddufelli 2 Sími 554-7030 Sími 557-1730 www.rita.is Fígúrur og furðuverur prýða barnaföt Rannveigar Gísladóttur sem hún býr til samhliða fata- hönnunarnámi í Los Angeles. Rannveig Gísladóttir, sem legg- ur stund á fatahönnun við The Fashion Institute of Design and Merchandising í Los Angeles, tók upp á því þegar hana vant- aði sængurgjöf handa frænku sinni að prenta fígúrur á sam- fellur. Þær spurðust út og fór hún að selja þær á netinu til að verða sér úti um aukapening með skólan- um. „Þetta eru krúttlegar en svo- lítið furðulegar fígúrur sem ég er með í stöðugri þróun. Ég prentaði þær upphaflega á samfellur en er nú farin að gera buxur og boli í hinum ýmsu stærðum líka.“ Rannveig, eða Ranna eins og hún er kölluð, segist alltaf hafa verið mikill handavinnufíkill og hefur prjónað og heklað frá barnsaldri. Hún fór að hanna og sauma föt á unglingsárum og stefnir að því að koma á fót sínu eigin fyrir tæki þegar fram líða stundir. Rönnu vegnar vel ytra og hlaut hún skólastyrk eftir að hafa unnið hönnunarkeppnina Fashion Group International í Los Angeles fyrr á þessu ári. Fötin er að finna á www.face- book.com/rannadesign. - ve JIMMY CHOO , skóhönnuðurinn frægi, er vinsæll meðal tískumeðvitaðra stjarna á borð við Paris Hilton og Beyoncé. Hann hefur nú hannað nýja skólínu fyrir H&M sem er væntanleg í verslanir í nóvember víða um heim. Býr til barnaföt samhliða námi Settin henta vel sem sængurgjafir. Fígúrurnar eru í stöðugri þróun. Ranna prentar bæði á stutterma og síðerma samfellur. „Þetta er í þriðja sinn sem ég tek þátt í sýningunni Hand- verk og hönnun en í þetta sinn ætla ég að vera með meira af fylgihlutum en stærri flíkum,“ segir Sonja Bent tískuhönn- uður, sem nýlega hlaut styrk úr Árórusjóði til að koma nýrri herralínu sinni á markað í Bandaríkjunum. Á sýningunni í Ráðhúsinu verður hún meðal annars með slaufur, bindi, húfur og trefla úr herralínunni ásamt auka- hlutum fyrir konur. Til dæmis blóm sem eru hluti af verk- efni sem hún vann fyrir sænskt leikhús nýlega. „Mary, vinkona mín, er að hanna búninga fyrir starfsfólkið í Götalejonleikhúsinu í Stokkhólmi. Hún fékk mig til að hanna aukahluti, bindi fyrir strákana og blóm í hárið fyrir stelp- urnar,“ segir hún og tekur fram að allt sé þetta unnið úr ull og silki. Sonja vinnur mikið með prjónað efni en hefur upp á síð- kastið notið þess að blanda saman ólíkum efnum. „Í herra- línu minni blanda ég saman prjóni og venjulegu skyrtuefni,“ segir Sonja. Hún bjó til sitt eigið skyrtusnið og ákvað að fylgja ekki þeirri tísku sem hefur verið allsráðandi undanfarið að hafa skyrtur aðsniðnar. „Ég vildi hafa sniðið aðeins víðara og þannig að hægt væri að klæð- ast skyrtum hvunndags yfir buxur,“ útskýrir hún. Sonja vinnur einnig við að koma á markað kven- línu. Hana segir hún í raun runna upp úr útskrift- arverkefni sínu úr Listaháskólanum þaðan sem hún útskrifaðist árið 2008. „Ég hef aldrei komið þeim flíkum á markað fyrr. Nú er ég búin að þróa þær og einfalda og verður hægt að kaupa þær bráðlega í Kirsuberinu,“ segir Sonja. solveig@frettabladid.is Hannar nýja herralínu Sonja Bent er ein fjölmargra sem taka þátt í sýningunni Handverk og hönnun sem haldin verður í Ráðhúsinu 30. október til 2. nóvember. Hún nýtur þess að blanda saman ólíkum efnum í hönnun sinni. Sonja Bent hannar föt og fylgihluti bæði á karla og konur. Hluti af þeim fylgihlutum sem Elsa mun sýna í Ráðhúsinu. Sonja blandar saman prjóni og venjulegu skyrtuefni í herralínu sinni. MYND/ÚR EINKASAFNI Peysa úr smiðju Sonju sem vinnur mikið með prjónaefni. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.