Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1989, Qupperneq 4

Iðnneminn - 01.05.1989, Qupperneq 4
4 IÐNNEMINN Vöðvabólga, nei takk Við hjá Iðnnemanum lásum í blaði fyrir skömmu að hægt væri að læra rétta líkamsbeitingu í svokölluðum “Bakskóla". Við hugsuðum með okkur að þar sem margir iðnaðarmenn væru með vöðvabólu og bakverki hlytu þeir að vera frekar slakir í réttri beit- ingu líkamans. Þótti okkur því til- valið að falast eftir fáeinum upp- lýsingum um vöðvabólgu hjá Sif Friðleifsdóttur sjúkraþjálfara, sem er kennari í Bakskólanum hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. Vöðvabólga lýsir sér þannig að bólgnu vöðvarnir verða sárir, þreyttir og stífir. Algengustu vöðvarnir sem bólgna eru í hálsi, herðum og baki. í nútíma þjóðfélagi eru mjög margir með vöðvabólgu. Ástæð- urnar eru margar, en nefna má einhæfa vinnu, mikið vinnuálag og slæma vinnuaðstöðu. Þessar ástæður ýta undir það að viðkom- andi beitir sér rangt við vinnuna, síspennir vöðvana þannig að blóðrás þeirra verður léleg, þeir stífna og bólgna. þeir sem eru með vöðvabólgu ættu að athuga hvort þeir sjálfir geti haft áhrif á orsakir vöðvabólgunnar. Oft er hægt að bæta vinnuaðstöðuna með því að t.d. hækka eða lækka viðfangsefnið svo ekki þurfi að beita sér rangt. Einnig mættu margir bæta líkamsbeitingu sína. T.d. þarf hársnyrtifólk að muna eftir því að hafa axlir slakar við hárskurð eða hárblástur, en ekki spenna þær upp að óþörfu. Fyrir þá sem eru með vöðva- bólgu má einnig benda á fáein heilræði til viðbótar því að bæta vinnuaðstöðu og líkamsbeitingu s.s. að: — gera æfingar og teygjur með bólgnu vöðvunum. — nota heita bakstra, fara í heit böð. — faraísundeðastundaaðra líkamsrækt. Að lokum er vert að minna á að best er að byrja strax á því að beita sér rétt til að komast hjá því að næla sér í vöðvabólgu. Siv Friðleifsdóttir sjúkraþjálfari Viktoría Guðnadóttir P.S. Situr þú rétt núna þegar þú lest þessar línur? Myndin er sótt í bæklinginn Rétt líkamsbeiting sem Vinnueftirlit ríkisins gaf út í samstarfi við Félag íslenskra sjúkraþjálfara.

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.