Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1989, Qupperneq 7

Iðnneminn - 01.05.1989, Qupperneq 7
IÐNNEMINN 7 Bj órkolla Einu sinni fyrir langa löngu voru Karl og Kerling í Koti sínu. Áttu þau sér einn son, sem Drengur var kallaður. í Koti þeirra ríkti mikil fátækt, en það eina sem gat gefið þeim hamingju og gleði var ölkrús ein er Bjórkolla hét. Var ölkrús þessi þeim eiginleikum búin að ef niður í miðja krús var komið fylltist hún aftur svo að ölið flaut yfir barmana. Næring ölsins var slík að ekki þurfti að elda mat nema endrum og eins. Á hverju kveldi, jafnvel oftar, var sest niður eftir erfiðan vinnudag og sopið af Bjórkollu. Auðvitað var farið var- lega með krúsina og hún því geymd á öruggum stað á hverj- um þeim tíma er hún var ei í notkun. Dag einn er Karl, Kerling og Drengur eru að rísa úr rekkju heyra þau skarkala mikinn á hlað- inu. Þau eru heldur sein úr rekkju, því þau sjá einungis að ölkrúsin Bjórkolla er horfin, en engin spor um sökudólg að finna. Karl og Kerling sjá nú að illt er í efni og Karl tekur Dreng og segir: „Drengur, farðu út í hinn stóra heim og komdu ei aftur fyrr en Bjórkolla hefur fundist og þú kemur með hana óskerta heim í Kotið". Drengur fær svo nesti og nýja skó og leggur af stað. Hann gengur yfir sjö fjöll, í gegnum sjö dali og veður sjö ár. í áttunda dalnum sem var við áttunda fjallið stóð krá og hjá henni flaut átt- unda áin. Þar hugsaði Drengur sér að fá sér sæti og klára síðustu kjötbrauðsneiðinasem eftirvaraf nestinu. Var hann einnig fullviss um að nærveru Bjórkollu væri að finna á ölkrá þessari. Hann leit niður á skóna sína: „Drottinn minn“. Þeir voru gatslitnir. Hann skipti um skó í flýti, hámaði í sig brauðið og gekk inn í leit að öl- krúsinni Bjórkollu. Á miðju gólfinu stóð hann og tautaði: „Láttu nú heyra í þér Bjórkolla, hvar sem þú ert á kránni". Svo hlustaði hann, en án árangurs. Segir ei meir af ferðum Drengs fyrr en hann kemst upp á loft og þar er þakherbergi. Hann tekur í hurðarhúninn, ólæst. Hann læð- ist um og sér þá, sér til mikillar gleði og vonbrigða, Bjórkollu og það sem meira er að heimsfræg kýr, er Búkolla hét, var að gæða sér á Bjórkollu. Dreng leist nú ekki á blikuna, en ákveður að reyna og hleypur til og grípur Bjórkollu, þeytir Búkollu í burtu og hleypur á brott eins og fætur toguðu. Búkolla hafði vankast en ekki leið á löngu þangað til hún var komin á harða spretti á eftir Dreng og Bjórkollu. Þegar hún var alveg að ná þeim og Drengur næstum búinn að gefa upp gæsina, segir Bjórkolla: „Sullaðu þrisvar úr mér og þá mun koma svo stór nautahjörð að engin kemst framhjá henni nema moldvörpurnar í jörðu niðri“. Og svo varð úr. En Búkolla hafði nú lent í svona áður, svo hún tók þrjú hár úr hala sínum, lagði þau á jörðina og reis þá upp svo stór girðing utan um hjörðina að Búkolla komst ósködduð út úr þessari gildru. Þegar Búkolla í annað sinn var næstum á hælum Drengs og Bjórkollu, sagði Bjórkolla: „Sull- aðu nú þrisvar aftur fyrir þig og upp skal rísa svo stór bás að enginn kemst úr honum nema moldvörpurnar í jörðu niðri. Og varð svo úr. Nú sá Búkolla að hún yrði að taka á honum stóra sínum og tók nú sjö hár úr hala sínum, sem var nú orðinn gróf- lega risjóttur, fékk þá í lið með sér skessu eina mikla. Skessan fékk strax áhuga á ölkrúsinni og gerði hvað sem í hennar valdi stóð til að klekkja á þeim Dreng og Bjór- kollu. Þangað til skór Drengs slitnuðu og hann hrasaði. Þetta voru sögulok en það fylgir sög- unni að Búkolla lifði hamingju- söm það sem eftir var með Bjór- kollu sér við hönd. En aftur á móti segir ei meira frá Dreng, nema hvað hann kom heim í Kot, blár og allslaus, og var settur í það að elda mat til æviloka. Skessan fór sína leið eftir að hafa fengið nægju sína af Bjórkollu. ENDIR GSSG ’88-’89.

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.