Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1989, Page 9

Iðnneminn - 01.05.1989, Page 9
IÐNNEMINN 9 Vidtal við Lindu Ósk Húsnæði Iðnnemasambands íslands blm: “Nú eruð þið með félags- Linda Ósk Sigurðardóttir er annar tveggja starfsmanna Iðn- nemasambandsins og fyrrum formaður þess. Iðnneminn hitti hana að máli og byrjaði á að spyrja hana hvað gert sé á skrif- stofunni. “Það er nú ótrúlega fjölbreyti- legt starf, hingað koma mjög margir með fyrirspurnir og klögu- mál, sum smávægileg sem leys- ast með einu símtali eða bréfi til meistara en önnur alvarlegri sem jafnvel tekur marga mánuði að leysa með aðstoð lögfræðinga. Eins er mikið um fyrirspurnir er varða iðnnemat.d. um iðnfræðsl- umál, kjarasamninga, o.f.l. Það má segja að Pálmar Halldórsson framkvæmdastjóri sé í fullri vinnu eingöngu við að vinna í þessum málum. Mitt starf felst aðallega í innheimtu félagsgjalda fyrir fé- lagssjóð aðildarfélaga Iðnnema- sambandsins, útsendingu fé- lagsskírteina og fréttabréfa og öðru því sem til fellur og þarf að vinnast á skrifstofunni". blm: “Getur þú gefið okkur dæmi um þau mál sem fyrir ykkur eru lögð"? “Öll þau mál sem koma upp á borð til okkar eru trúnaðarmál þannig að það er ekki hægt að tilgreina eitt sérstakt mál frekar en annað. Aftur á móti get ég nefnt það að í fyrra vorum við að taka til í gömlum skjölum og rák- umst á bréf frá 1946 þar sem hár- greiðslunemi var að leita til INSÍ vegna þess að hann var látinn sópa og passa barn meistarans í vinnutímanum, og er þetta lýs- andi dæmi fyrir mál sem komið hafa til INSÍ gegnum árin". blm: “Heldur þú að nemendur fái góða kynningu á Iðnnema- sambandinu"? “Á hverju hausti reynum við að fara í flesta iðn- og verknáms- skólana en það hefur verið upp og ofan hvað við höfum komist yfir. En það er alltaf farið í Iðnskól- ann í Reykjavík. Annars er það eins og iðnnem- ar skilji ekki tilganginn með INSÍ fyrr en brotið hefur verið á þeim“. málaskóla. Eru námskeiðin hjá ykkur vel sótt“? "Já það er starfræktur hjá okk- ur félagsmálaskóli þar sem kennd eru ræðuhöld, fundarsköp o.fl. Vanalega eru haldin helgar- námskeið þar sem kennt er grunnefni, það er ræðumennska, fundarstjórnun, skráning minnis- atriða og ýmislegt annað sem við kemur félagsstarfi. Þessi nám- skeið okkar eru opin öllum iðn- nemum á landinu og er stefnt að námskeiðum eftir áramót. Það er von okkarað iðnnemartaki sig nú á og skelli sér á námskeið næst þegar tækifæri gefst“.

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.