Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1989, Qupperneq 20

Iðnneminn - 01.05.1989, Qupperneq 20
20 IÐNNEMINN Það var Það var fyrir rúmum 50 árum. Nánar tiltekið í október 1932, að nokkrir iðnnemar hittust uppi á lofti í gamla Fjalakettinum og stofnuðu Iðnnemann. Fyrsti rit- stjóri Iðnnemans var Guðjón Guðmundsson og gengdi hann því embætti í tvö ár. Þetta var á þeim tíma þegar Iðnskólinn í Reykjavík var kvöldskóli og voru nemendur því búnir að vinna níu tíma og vera í skólanum fjóra tíma þegar þeir loks gátu farið að sinna sínum hugarefnum, en sem beturferfyrirokkur hin sem áeftir komum tókst þeim ætlunarverk sitt. Ekki voru allir jafn hrifnir af þessari útgáfu, hvorki forráða- menn skólans né sumir nemend- anna, en þeir töldu það sína mestu gæfu að hafa komist í iðnnám og vildu ekki hrófla við neinu. En það var jú einn tilgang- urinn með þessar útgáfu að berj- ast fyrir bættum aðbúnaði og betri kjörum. Þeim, sem verst var við þessa útgáfu, vildu tengja þetta við kommúnista og fékk það svo á suma unga menn að þeir hættu afskiptum af blaðinu. Það var svo ári eftir stofnun blaðsins að Málfundafélag Iðn- skólans var stofnað og var blaðið þá fært undir þann félagsskap, sem á vissan hátt var sá sami. Það er svo haustið 1937 að þetta sama málfundafélag klofnar og nemendafélag Iðnskólans verður til. Nemendafélag þetta réðist einnig í útgáfu blaðs sem nefnd- ist „Birtir að degi“ og voru þá tvö blöð í gangi í skólanum. Árið 1938 auglýsti svo skólastjóri Iðnskól- ans stofnfund Skólafélags Iðn- skólans í Reykjavík (SIR) og vildi með því sameina félögin. Það gekk eftir og var ákveðið að Iðn- neminn yrði blað Skólafélagsins. Árið 1944 tók svo Iðnnema- sambandið við Iðnnemanum og hefur gefið hann út að mestu leyti óslitið fram að þessum degi. Það hefur ávallt verið tilgangur Iðnnemans að vekja athygli á málum iðnnema, svo sem: Kjara- málum, iðnfræðslu, áhugamálum og öðrum hugðarefnum iðnnema á hverjum tíma. f þessum pistli munum við reyna að gefa lesendum blaðsins innsýn í sögu Iðnnemans með því að taka gullkorn úr gömlum blöð- um sem komið hafa út gegnum árin. I.tbl. Iðnnemans 1932. ÁVARP! Við sem réðumst í að gefa út þetta litla blað, sáum hvílík nauð- syn á því var, að iðnnemar opn- uðu augu sín og annarra fyrir því, sem ábótavant er á sviði iðnaðar- námsins... Guðjón Guðmundsson fyrsti ritstjóri Iðnnemans.

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.