Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1989, Blaðsíða 26

Iðnneminn - 01.05.1989, Blaðsíða 26
26 IÐNNEMINN skóla og menntamálaráðuneytis verði skilvirkara en áður. sp: Hver telur þú að áhrif iðnaðar- manna á iðnmenntun í landinu verði með tilkomu nýrra laga um framhaldsskóla og reglugerðir í framhaldi af því? Ingvar: Flestir virðast vera sam- mála um það að iðnaðarmennirn- ir þurfi sjálfir að skilgreina að verulegu leyti þarfirnar fyrir nám í þeirra grein. Ég er á þeirri skoðun og það eru margir aðrir að einnig þurfi að setja vaxandi ábyrgð á iðnaðarmenn sjálfa varðandi mat og eftirlit með því að þær hæfnis- kröfur sem gerðar eru náist í skól- unum. Nái slíkar breytingar fram að ganga munu áhrif iðnaðar- manna á menntunina aukast verulega frá því sem nú er. sp: Hvaða áhrif hafa lög um fram- haldsskóla, sem nú hafa verið samþykkt, á stjórn skólans ? Ingvar: Þessu er ekki auðvelt að svara vegna þess að mennta- málaráðherra hefur nú lagt fyrir Alþingi breytingartillögur við þessi lög. Þó verður að ætla að skólunum verði fenginn í hendur meiri ákvörðunarréttur um eigin málefni en áður var, einkum mun ákvörðun skólanefnda verða þyngri á metunum, en þær hafa verið fram að þessu. sp: Hvaða áhrif mundi yfirvofandi kennaraverkfall hafa á starfsemi Iðnskólans í Reykjavík ef til þess kæmi? Ingvar: Um það bil þriðjungur kennaranna er í HÍK sem hefur boðað verkfall frá 6. apríl n.k. Komi til þess verkfalls mun skól- inn lamast verulega og hætt er við ef dragist það eitthvað á lang- inn þá muni margir nemendur gefast upp og hætta við að fara í vorpróf. Samkvæmt fyrri reynslu skapast mjög slæmt ástand í skólanum, sem fer versnandi eftir því sem verkfallið stendur lengur. Iðnneminn þakkar Ingvari Ás- mundssyni skýr og góð svör og óskar honum og skólanum vel- farnaðar í starfi. ÁsfaÆr/ Sl

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.