Iðnneminn - 01.05.1989, Page 30
30
IÐNNEMINN
Vísnaþáttur
Jæja þá kemur hann aftur
óþekki iðnneminn. Heldur lítið fór
fyrir viðbrögðum við fyrsta þætt-
inum (var það nema von*) sem
óþekka fannst mjög undarlegt.
En þá er bara að reyna aftur og
halda áfram að yrkja. Óþekki lenti
í hinu mesta basli í vetur, sem
rekja má til stórgallaðs iðnfræðsl-
ukerfis. Hann var hrakinn lands-
hornanna á milli eftir að Iðnskól-
inn í Reykjavík úthýsti honum og
var hann snauðari að fé eftir þau
viðskipti en fyrr.
Við Iðnskólann ég illa kann
illur var hann við mig
þar ég enga fræðslu fann
svo fjandi góður með sig.
arfull persónavarð mjög umtöluð
á fundinum. Hann er sagður
sambandsstjórnarmaður en fáir
eru gæddir þeim hæfileikum að
sjá hann.
Huldumaður hjá oss er
Bender mun sá heita
Snorri Geirdal einn hann sér
og mun því svörin veita
Hér er svo ein vísa sem varð til í
seinustu stjórnarmyndunarvið-
ræðum.
Ríkisstjórnin styrkt af Stebba
stöðugleika þarf ei meir
Berta, Steina og slíka plebba
út í hafsaugað sparka þeir.
Óþekki iðnneminn
Óþekki sat í vetur fund sam-
bandsstjórnar í Ölfusborgum. Á
svona helgarstundum getur
margt skeð, en það sem mesta
undrun vakti var tímavilltur jóla-
sveinn sem unni þreyttum iðnn-
emum engra hvíldar á morgn-
anna.
Bæst hefur í hópinn þann
er jólasveinar heita
Morgunhrellir nefnist hann
fyrstur að heiman að leita.
Þegar fólk í svefni föstum
í fönninni læðist sveinki þá
upp að húsum í hendings köstum
dyr og glugga hann lemur á.
En það voru fleiri en jólasveinar
sem angruðu fundarmenn. Dul-
Og svo einn léttur flippari um
vorið.
Þreyja skal þorra
þögul líður góa
vinum til vorra
á vori kemur lóa.
Og svo endum við á einni sem
datt út úr óþekka við konu sína er
hann uppgötvaði að frúin væri
þunguð og það ekki í fyrsta sinn.
Bág mér þykir þróun sú
að þykkni undir belti
í hvert það sinn sem að nú
ég þér á bakið velti.
Ingólfur Þórsson
(*innskot skrifara)