Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1989, Qupperneq 32

Iðnneminn - 01.05.1989, Qupperneq 32
32 IÐNNEMINN INTERNATIONALINN Fram þjáðir menn í þúsund löndum sem þekkið skortsins glímutök. Nú bárur frelsis brotna á ströndum. Boða kúgun ragnarrök. Fúnar stoðir burt vér brjótum Bræður! Fylkjum liði í dag! Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum að byggja réttlátt þjóðfélag! Fó að framtfð sé falin. Grípum geirinn f hönd. Því Internationalinn munn tengja strönd við strönd! Bókagerðarnemar Þann 9. febrúar síðastliðinn var aðal- fundur Félags bókagerðarnema haldinn í húsnæði Iðnnemasambands íslands að Skólavörðustíg 19. Þó fundurinn hafi ekki verið vel sóttur var heilmikið rætt og mest um þá breytingu sem á sér stað í bóka- gerðardeildinni um þessar mundir. Það var einnig kosið í stjórn félagsins og voru eftirtalin kosin: María H. Kristinsdóttir, Rósa M. Grét- arsdóttir, Silja Ástþórsdóttir, Sigurður Kjartansson, Birgir Már Georgsson, Ey- vör Halldórsdóttir, Herdís Jónsdóttir og Orri Kristinn Jóhannsson. María og Rósa eru einnig fulltrúar okkar í þeirri nefnd Menntamálaráðuneytisins sem er að endurskoða bókagerðardeildina. Vormót iðnnema Skákmót Iðnnemasambands íslands verður haldið þriðjudaginn 17. maí í húsnæði sambandsins að Skólavörðustíg 19, 2. hæð. Verðlaun verða veitt fyrir 3. efstu sætin. Skráning fer fram í síma 10988 alla virka daga milli 13.00-17.00. Þátttakendur eru beðnir að hafa tafl og klukku meðferðis. Félagsmálanefnd.

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.