Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1989, Síða 37

Iðnneminn - 01.05.1989, Síða 37
IÐNNEMINN 37 desember var loks undirritað samkomulag í New York ítveimur hlutum. í fyrsta lagi milli ríkis- stjórna Angólu og Kúbu um brott- fluttning kúbanskra hersveita frá Angólu. í öðru lagi milli Angólu, Kúbu og Suður-Afríku um al- menna lausn á stríðsátökunum í syðrihluta Afríku. í því felst m.a. viðurkenning Suður-Afríku á samþykkt Öryggisráðs Samein- uðu þjóðannanúmer435frá1978 sem kveður á um sjálfstæði Namibíu. Áratuga hernámi Suð- ur-Afríku í Namibíu verður aflétt, en þar eru nú 74.000 hermenn og málaliðar á vegum apartheid- stjórnarinnar. Hinn 1. nóvember í ár verða haldnar kosningar í landinu undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Að þeim loknum fær Namibía ríkisstjórn, kjörna af meirihluta þjóðarinnar. Forsögu þessa máls má rekja til þess er Angóla hlaut sjálfstæði frá Portúgal árið 1975. Skömmu fyrir sjálfstæðið gerðu hersveitir frá Zaire og Suður-Afríku innrás í landið í því skyni að koma lepp- stjórn til valda. Sjálfboðaliðs- sveitir komu frá Kúbu og tóku þátt í að hrekja innrásarherina á brott, Kúbanir hafa verið í landinu síð- an, enda hefur Angóla mátt búa við linnulausar árásir Suður-Afr- íku, sem hefur beitt fyrir sig hægrisinnuðu skæruliðasamtök- unum UNITA, en þau njóta stuðn- ings Bandaríkjastjórnar. Her- sveitir Suður-Afríku og UNITA hafa herjað frá Namibíu sem hef- ur verið hernámssvæði Suður- Á fyrrihluta síðasta árs (1988) voru háðir harðir bardagar við bæinn Cuito Cuanavale í syðri- hluta Angólu. Par áttust við ann- ars vegar Angóluher og sjálf- boðaliðssveitir frá Kúbu og hins vegar Suður-Afríkuher og her- sveitir UNITA. Fyrrnefndafylking- in bar sigur úr bítum. í kjölfarið hófust samningaviðræður þar sem apartheid-stjórnin í Suður- Afríku neyddist til að taka þátt. í Ung fórnarlömb stríðsins. FRIÐARSAMKOMULAGIÐ í SYÐRIHLUTA AFRÍKU.

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.