Ljósberinn - 20.12.1924, Blaðsíða 6
408
LJÓSBERINN
Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði
hann reifum og lagðl hann í jötu. Lúk. 2,7
Ú kemur hún ennþá þessi dýrðlega liátíð,
sem öld eftir öld og ár frá ári flytur boð-
skapinn um það, að konungur dýrðarinnar
tók á sig þjóns mynd, — að guðs sonur gjörðist mað-
ur. Jólin eru sem vagga Jesú. Mai’gir hafa mikinn
undirbúning með að prýða hana. Stór er sá skari,
sem er önnum kafinn við það. Hefir þú ekki tekið
þátt í því verki? Gott er að prýða vögguna — en
þar við má ekki láta staðar numið. Það er liann,
er fæddist og „var í jötu lagður lágt, en ríkir þó á
himnum háttu sem þarf að vera innihald jólafagnað-
arins og til hans eigum við að beina huga okkar.
Yið eigum að prýða heimilin okkar, tendra Ijósin og
syngja jólasöngvana til þess að bjóða Jesú' velkom-
inn. Það gagnar ekkert jólaundirbúningur og hátíða-
víðhöfn, ef við gefum ekki Jesú húsrúm. Herskarar
himnanna veita honum lotningu og tilbiðja hann;
þeir bíða eftir hverri hans bendingu, til þess að
hlýða með fögnuði og reka erindi hans.
Beygjum kné okkar fyrir honum! Þökkum honum
og bjóðum hann velkominn. Hann er konungur vor
og frelsari. Honum eigum við að hlýða og hans er-
indi eigum við að reka. Þannig eigum við að halda jól.
Y.