Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Síða 8

Ljósberinn - 20.12.1924, Síða 8
410 L.JÓSBERINN — Nei, það geri eg aldrei, svaraði hann og brann eldur í augum hans. — Með Guðs hjálp sagði eg svo innilega sem eg gat. — Já, Guð mun hjálpa mér, mælti hann, eg hefi beðið hann þess og hann gerir það. Eg liefi líka lofað — sjáið þér! og hann tók blað upp úr vasa sínum og sýndi mér. Það var einskonar samningur, skrifaður nneð mikilli viðhöfn, og nöfn undir. — Sjáið þér til, sagði hann, þarna er nafn föður míns og þarna nafn móður minnar, þarna sunnudagaskóla- keunarans og prestsins og þarna mitt eigið nafn. Haldið þér nú að eg muni fara að drekka? Hann sagði þetta í svo ákveðnum tón, að eg gat ekki annað en svarað neitandi. En, Þrúða mín, eg fekk að vera sjónarvottur þess, hvernig haps var freistað. Stórviðrið skall á — svo hræðilegt! Skipverjarnir neyttu allrar orku. „Ef hver og einn hefði ekki gert það sem liann gat, þá hefðum við ekki komist afu, sagði skipstjórinn. Drengurinn vann eins og hetja; og þegar storminn lægði morguninn eftir, voru allir örmagna af þreytu. En þá kallaði skipstjórinn þá alla saman, hrósaði þeim og þakkaði vasklega fram- göngu og gaf hverjum vínstaup til hressingar eftir volkið. Hann nam staðar lijá unga vininum mínum og hrósaði honum sérstaklega fyrir hugrekki. Eg stóð rétt lijá, svo eg sá vel og heyrði alt sem fram fór. Þegar skipstjórinn rétti fram staupið, brá drengurinn hendinni við því og mælti: Nei, þakka yður fyrir, eg drekk ekki áfenga drykki.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.