Ljósberinn - 20.12.1924, Síða 17
LJÓSBERINN
419
Hans, og Elín litla systir hans, ólust upp hjá þess-
ari gömlu konu. Foreldrar þeirra voru bæði dáin, en
gamla konan var föðursystir þeirra. Þau áttu engan
ættingja að annan en þessa frænku sína. Af því að
þau voru ómagar, þá fékk hún dálitla meðgjöf með
þeim úr bæjarsjóði.
Þeim systkinum leið alt annað en vel hjá þessari
frænku sinni. Hún var svo dæmalaust köld við þau
í orði og verki, að varla var liægt að hugsa sér
verra.
„Það grær ekki annað en tómir þyrnar og þistlar
í kotinu því“, sagði fólkið. Já, fólkið hafði í fullu
tré með að segja þetta, því að það hafði ekkert.
saman við hana að sælda. Öðru máli var að gegna
með veslings munaðarlausu systkinin. Þau urðu að
reyna að gera eins og henni líkaði, þó að þeim
tækist það því sem næst aldrei. ílvað lítið sem þeim
varð á, þá lamdi hún þau og skammaði. Þau máttu
ekki tala saman, þá hafði kerling vöndinn á lofti.
„Það er nóg, að eg verð að burðast með þau“, sagði
hún, „þó að eg sé laus við masið í þeim“.
Það voru því engin undur, þó að veslings syst-
kinin yrðu utan við sig og létu helzt aldrei til sín
heyra. Þau urðu að hugga hvort annað í laumi, með
því að segja, hvað þeim þætti vænt hvoru um ann-
að. Hans varð líka að laumast til að kyssa veslings
veiklulegu systurina sína og telja henni trú um að
einhverntíma mundu þau sjá betri daga.
Það vissi hann, að einhversstaðar væri heldur
betra að vera í heiminum en hjá gömlu frænku,
svona geðvond eins og liún var. En þó var mesta