Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Side 22

Ljósberinn - 20.12.1924, Side 22
424 LJÓSBERINN einu sinni hrædd við frænku sína. En altaf var liún að tauta í hálfum hljóðum t'yrir munni sér: „Hans, heldur þú það líði á löngu, að jólasveinn- inn komi? Sæktu hann, elsku Hansu. Þetta gat Hans ekki lengur horft og hlustað á. Honum flaug nokkuð í hug og við það glaðnaði yfir honum. Honum datt sem sé í liug að leita jólasvein- inn uppi. Hann hlaut einmitt að vera á ferðinni um þetta leyti. Það gat vel verið, að hann hitti hann á leið- inni! Hann gekk livort sem var frá einum bæ til annars og einu húsinu til annars. Margir sáu hann og einhver af þeim gat, ef til vill, sagt honum, hvar jólasveinninn væri staddur nú. Ef gengið væri beint eftir þjóðveginum milli akranna og skógar, þá kæmu menn til höfuðborgarinnar. Það hafði Hans lieyrt foreldra sína segja, og þar voru þúsundir af Ijóm- andi búðum með allskonar leikföngum. Þar gat jóla- sveinninn birgt sig að öllu slíku, þegar liann væri búinn með þau, sem hann hefði með sér af vinnu- stofunni sinni. Hans ásetti sér nú að labba til borg- arinnar; þóttist hann vera viss ’um, að hann mundi hitta jólasveininn þar. Ekkert skildi Ilans í því, að sér skyldi ekki hafa dottið þetta í hug fyrri. Þetta var þó svo blátt áfram! Hann laut niður að rúmi systur sinnar og hvíslaði að henni, að nú skyldi hún bara vera þolinmóð og sjá urn, að hún yrði orðin frísk á jólakvöldið, þá skyldi hann fara og finna jólasveininn. Og þegar hann væri búinn að finna hann, þá skyldi hann biðja hann og sárbæna, þangað til hann lofaði að koma

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.