Ljósberinn


Ljósberinn - 14.12.1929, Page 34

Ljósberinn - 14.12.1929, Page 34
404 ljósberinn — þýsku og- ensku, en þó frakknesku mest, og alt annað, sem hún kunni. Hún setti honum fyrir og hiýddi hon- um yfir. — — Svona lærðu þau og lásu, þar sem þau lágu uppi í fjallinu og teyguðu í sig sólskynið. Og svo varð hann að 'leika á fiðluna alla þá dansa, sem faðir haris hafði kent honum og meira til — — —. Ó, þeir dagar! Hún hafði bækur um fuglana og blómin, allar með myndum — hún hafði bækur um alla skapaða hluti. En hvað Kristinn þráði alt upp frá þeim tíma — þráði að sjá og' heyra meira og meira. ------En þetta tók enda — þegar ókunnuga fólkið fór að koma upp í selið — frændurnir báðir og frænk- an. Þá hafði hann ekki meira af Ingu að segja. Og hann, selsmalinn, var ekki sá, sem væri nærgöngull við nokkurn mann. Hún fékk svo sem að fara í friði með systkynabörnum sínum fyrir hon- um. Hann sat hjá kúnum lengst uppi í fjalli allan þann dag, sem þau fóru heim aftur úr selinu. Og upp frá' því hittust þau aldrei. Ó, já, já, sárt var það! Kristinn rak stafinn á kaf í snjó- skaflinn, sveiflaði sér til og hélt rak- leiðis heim á prestssetrið. — Prestsfólkið hafði skrifað honum og pantað hjá honum rjúpur, og nú var hann búinn að útvega þær, eins og föng voru á. En það var einmitt Inga, sem skrifaði honum um þetta — honum voru ekki bara gerð orð. En það gat nú verið af því, að þnð þótti vissara að skrifa. Kristinn steig af skiðunum fyri' utan dyrnar á prestsetrinu, svo hljóð- lega sem hann gat. Hann varð að gefa sér tóm til að átta sig, áður en hann hitti nokkurn að máli. Og þegar hann var kominn inn fyriv eldhúsdyrnar og leysti af sér bakpok- ann, þá fanst honum eins og grát- kökkur koma í hálsinn á sér. ,,Þú verður að sitja hérna og bíða ofurlitla stund, þangað til þau eru bú- in að spila þarna inni“, sagði elda- buskan og færði til hans stól. Og Kristni var Ijúft að bíða. Þá gat hann einu sinni hugsað sig um. Hljóðfærasöngurinn streymdi eins og yfir hann innan úr stofunni, svo mildur og hlýr. Hann rak alt ilt burtu frá honum. Hann var enn einu sinni kominn upp á fjallið; við honum blasti tindrandi sól yfir hnjúkunum og blik- andi fjallavötnum. Honum fanst sem hann heyra fossaniðinn í fjallshlíðun- um. Og hann heyrði söng og bjöllu- hljóð, og baulið í kúnum. Já, það var fjallið kæra með fjalldrapa, bláberja- skóginum og rauðberjamýrum — fjall- ið fríða! Hann fann að varirnar kipruðust saman. — — — Þá var hurðinni lokið upp. Inga kom út. Hún gekk yfir að glugganum, og bar hönd fyrir ljósbirtuna að inm an og starði út í bláinn. ,,Við fáum víst engar jólarjúpur, að þessu sinni, María“. Marla hló við, ,,þú skalt sanna, að eitthvað verður til ráða“. Inga sneri sér hvatlega við. Kristinn var staðinn upp. ,,Ég þakka þér fyrir síðast“, sagði hann feimnislega og rétti henni hend- ina. — Inga varð kafrjóð í kynnum og á hálsi. Og svo leit hún á hann. „Þakka þér sjálfum fyrir síðast“, sagði hún hóglátlega.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.