Ljósberinn - 01.11.1944, Qupperneq 4

Ljósberinn - 01.11.1944, Qupperneq 4
140 LJÓSBERINN W. HENCK: Florence litla sigraði Árið 1905 var Napoleon Bonaparte að undirbúa innrás í England. Eins og kunn- ugt er, taldi hann Englendinga hættu- » legustu óvini sína. Reynslan sýndi líka, að hann hafði rétt fyrir sér í þessu. Öll viðureign lians við Englendinga hafði sí og æ í för með sér armæðu, sorgir og óhamingju. Og sem fangi Englendinga lauk hann að lokum lífi sínu. Saga þessi gerðist löngu áður en Napol- eon náði hæsta tindi valda sinna. Það tók hann mörg ár að byggja nægilega mörg og stór skip til þess að flytja her- inn yfir Ermarsund, og að æfa herinn í útskipun og landgöngu. Honum var það vel ljóst, að hann átti skæðum andstæð- ing að mæta, þar sem Englendingar voru. Án vel æfðra hersveita var öll tilraun vonlaus. Enski flotinn hafði sífellt auga með öllu og var stöðugt á verði, enda varð ekki úr innrásinni. Forustu fyrir Englendingum hafði, á þessum tima, William Pitt yngri. Hann var nefudur svo til aðgreiningar frá William Pitt eldra, föður hans. Báðir voru þeir feðgar mjög frægir stjórnmálamenn. Árið 1801 hafði William Pitt yngri verið forsætisráðherra Englands í 17 ár. Þá lagði hann niður völdin, en var aftur kallaður til valda þegar hættan ógnaði. Og honum tókst að bægja henni frá Eng- landi. Það var undur fagurt kvöld í febrúar- mánuði. Sólin var að hníga til viðar. Hún reifaði allt í rauða blænum sínum. Drif- hvítu seglin á skipunum sýndust jafnvel ljósrauð. Geislar hennar endurspegluð- ust svo fagurlega í gluggum húsanna við höfnina, að það leit nærri því eins út og kviknað væri í húsunum. Yatnsflöturinn á höfninni var eldrauður eins og blóð. Gamall maður og tólf ára gömul stúlka, sem voru í báti úti á höfninni, litu út eins og Rauðskinnar. Það var auðséð, að gamli maðurinn var ekki aðeins sjómað- ur, heldur einnig liermaður. Hann hét Carson, og hafði áður verið kafteiun í hernum. Stúlkan litla var einkadóttir hans. Móðir hennar var önduð fyrir mörgum árum. Þau áttu heima í litlu húsi við höfnina, og undu þau þar ágæt- lega hag sínum. Konurnar í borginni hristu höfuðin yfir því, hvernig gamli kafteinninn ól dóttur sína upp. Enda þótt hún væri orðin tólf ára gömul, hafði henni livorki verið kennt að leika á hljóð- færi né lesa frönsku. Fínan útsaxun hafði hún heldur ekki verið látin læra. En hún kunni betur að prjóna sokka og bæta föt en margar fullorðnar stúlkur. Hún kunni vel að synda og róa, og var framúrskar- andi vel að sér í dráttlist. Faðir hennar hafði líka verið ágætlega vel að sér í þeirri list, áður en hann missti handlegg- inn. En handlegginn hafði hann misst í orustu við Frakka fyrir nokkrvun árum. Hann hafði teiknað mörg kort, sem not- uð voru í hernaði. „Sólin er gengin til viðar, Florence mín“, sagði Carson kafteinn. „Við verð-

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.