Ljósberinn - 01.11.1944, Side 5

Ljósberinn - 01.11.1944, Side 5
ljósberinn 141 Um að halda heim, áður en myrkrið dett* Ur á. Láttu saman kortin og taktu aðra árina“. Florence hlýddi, en þó nokkuð treglega. Hún lagði blýhylkið frá sér og rétti föður sínrnn kortið, sem húu hafði verið að teikna, og kvíðablöndnum ótta brá fyrir í fallega andlitinu hennar. „Ég ev nærri búin með það“, sagði liún. v.Heldurðu að herra Pitt muni líka það?“ ssÞað er ekki vert að liann fái að vita, hver er aðstoðarmaður minn. Það gæti vakið hjá honrnn tortryggni að því er áformið snertir“, sagði faðir hennar og brosti í kampinn. „Lofaðu mér nú að skoða vel, hvað þú hefur gert í dag, barn- ið mitt“, sagði faðir hennar um leið og Lann fór að skoða teikninguna. Hann virti teikninguna vandlega fyrir sér, og tt^iklum ánægjusvip brá yfir andlitið. Meðan feðginin höfðu setið þarna í bátnum við vinnu sína, liafði annar bátur verið að róa hringinn í kring um bátinn þeirra. Þau veittu þessrnn bát enga sér- staka eftirtekt, héldu að það væru ein- hverjir drengir að róa sér til gamans. Smátt og smátt nálgaðist þessi bátur. En þau gáfu því engan gaum, af því þau voru 8vo önnrnn kafin. „Þetta er alveg ágætt“, sagði kafteinninn loksins. „Þú hefur leyst af hendi reglulegt meistaraverk. Þú hef- dregið upp alla varnarlínuna eins 8reinilega og ég hefði getað gert það bezt. skalt þú einsömul Ijúka við það heima. Lá varnarlínu, sem nú er, áttu að draga ^eð svörtu bleki, en það skipulag, sem eg sting upp á, með rauðu bleki. Og þeg- ar öllu er lokið, skulrnn við senda það herra Pitts, og spyrja hann, hvort lion- tun sýnist ekki að við getum verið betui a verði móti fantinum Napoleon, en við erum nú. Ertu nú tilbúin? Það er kominn tími til að halda heim. Myrkrið er að detta á“. Florence tók nú vandlega sam- an teikniáhöldin, og lagði þvínæst út ár- ina. En í sama bili rakst ókunni báturinn á bátinn þeirra feðginanna. Báturinn þeirra brotnaði, og Florence sá hvernig kolblár sjórinn féll inn í hann. Allt í einu fann hún að sterkur karlmannshandlegg- ur greip yfir um mittið á henni. Á næsta augnabliki var henni vippað yfir í hinn bátinn. „Ó, hjálpið þið líka . . . .“ Meira gat hún ekki sagt, því allt í einu var kápu vafið utan um höfuðið á henni. Þetta ætlaði alveg að kæfa hana, og hún kom ekki upp neinu hljóði. Hún reyndi að losa sig, en það var árangurslaust. Kápunni var þá vafið enn fastara utan um hana, svo að hún gat varla dregið and- ann. Máttinn dró úr henni og hún féll í ómegin. Innan skamms vaknaði hún við það, að svalur vindur lék um andlit henni. Hún komst nú brátt til fullrar meðvitundar aftur, svo að hún sá og heyrði, hvað var að gerast. Bátnum var róið í skorpu, svo sær freyddi á bæði borð. Hún sá að báturinn var nú kom- inn út á rúmsjó. Framundan sáust rauð og græn ljós. Það var því augljóst, að verið var að róa bátnum út að skipum. Bátinn bar líka brátt að skipi. Þótt dimmt væri orðið, sá Florence að skipið var franskt herskip. Maður nokkur beygði sig út yfir skjólborðið. Hún sá á búningn- um, að hann var liðsforingi. Hann var í gullsaumuðum einkennisbúningi. „Jæja, tókst þetta vel?“ spurði mað- urinn, og mælti á franska tungu. Áður en mennirnir í bátniun svöruðu, kallaði

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.