Ljósberinn - 01.11.1944, Qupperneq 10

Ljósberinn - 01.11.1944, Qupperneq 10
146 LJÓSBERINN •„Ruben, Ruben!“ Ekkert svar. „Rub- en, blessaður farðu að klæða þig, barn“. En Ruben vildi ekkert heyra. Hann langaði ekki á fætur. Það var svo kalt. Hann breiddi betur ofan á sig og sneri sér til veggjar, til þess að fá sér dúr. Stundum varð mamma lians að fara út í myrkrið og hálkuna, til þess að gefa hænsnunum. Þó var liún allt af lasin. Nú varð hún að sækja vatnið sjálf. „Það ætti að vera búið að injólka Skjöldu“, sagði liún við sjálfa sig. „Það er ómögulegt að mjaka þessum dreng úr rúminu“. Nokkrum tíma síðar mjakaðist Ruben niður stigann til að eta morgunverðinn. Hann var dálítið skömmustulegur, en svaraði þó þrjózkulega, þegar mamma hans sagði, að nú væri orðið nokkuð seínt að mjólka kúna. „Ég lield að það væri bezt, að liafa enga kú, það er svo mikið ófrelsi að þess- um mjöltum kvölds og morguns“. „Ég skyldi totta JSkjöldu, ef ég bara gæti“, sagði mamma hans þreytulega. „En ég get nú svo lítið“. Hefði drengurinn litið upp, mundi bonmn bafa brugðið, að sjá, hve móðir hans var veikluleg útlits. Hún var ekkja, og hann var einkasonur liennar. Hann vildi vera henni góður, en liann hafði litla löngun til að vinna. Vinnan var hon- um ekki annað en böl og þrældómur. Hann sat oft stundum saman við að lesa um drengi, sem unnið höfðu ýmis konar afrek. Drengi, sem höfðu flúið að heim- an, lent í alls konar ævintýrum og koinu lieim með mikil auðæfi, svo eftir það gátu mæður þeirra lifað, eins og drottn- ingar. Það er einmitt þetta, sem ég vil gera fyrir mömmu, hugsaði Ruben litli með sjálfum sér. En í stað þess að gera nokkuð sat hann dreymandi úti í horni. Dag nokkurn fékk hann bók í skól- anum, sem hét: Hetjan. „Halló!“ æpti hann, „þessi bók segir vafalaust frá dreng, eins og ég óska mér að vera“. Hann settist og las: Fyrir nokkrum árum kom upp eldur í fögru fjallaþorpi í Sviss. Að nokkrum tíma liðnum voru flest liúsin brunnin til kaldra kola. Veslings bændurnir horfðu í örvæntingu á logana, sem rændu þá aleigunni, bæði liúsum og búfé. Einn manna var þó flestum eða öllum órólegri. Auk aleigunnar í liúsum og eign- um var líka sonur lians horfinn. Það var sjö ára snáði. Maðurinn var eyðilagður og óhuggandi. Alla nöttina reikaði liann um rústirnar frávita af harmi. En í dög- un heyrði liann hljóð, sem liann þekkti vel. Og þegar liann leit upp sá hann kúa- hóp. Á undan var bezta kýrin hans, en á eftir skokkaði ljóshærður labbakútur. „Elsku drefigurinn minn, er þetta áreiðanlega þú? Ertu lifandi!“ hrópaði veslings maðurinn frá sér numinn af gleði. „Já, livað sýnist þér, pabbi“, sagði drengurinn. „Þegar ég sá eldinn flýtti ég mér að láta út kýrnar úr fjósinu og reka þær á haga. Annars hefðu þær brunnið inni“. „Þú ert hetja, barnið mitt“, sagði fað- irinn feginsröddu.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.