Ljósberinn - 01.11.1944, Qupperneq 16
152
LJÓSBERINN
fólkið varð -gagntekið af hljómlistinni.
Svona yndislegan dag hafði það aldrei
fyrr lifað hjá „móðir Gleðivana“. Allir
hættu að vinna, og stóðu eins og steini
lostnir af hrifningu og lilustuðu svo lengi
sem þeir gátu séð Glað og heyrt hljóm-
ana í fiðlunni hans.
Þegar hann kom til liallarinnar, sat
„móðir Gleðivana“ við rokkinn sinn og
var að spinna, og var mjög döpur á svip-
inn að vanda. Undir eins og liún heyrði
hljóminn í fiðlu Glaðs og fjöruga lagið,
sem hann var að spila, liratt hún rokkn-
um frá sér, stóð upp og fór að dansa.
Og allir í höllinni dönsuðu. En nú kom
nokkuð undarlegt fyrir. Meðan allir í
höllinni voru að dansa í kringum hana,
smáhvarf af henni allur elliblær. Hún
varð að undurfagurri gjafvaxta mey.
Menn sóttu nú lianda henni fallegu spari-
fötin hennar, sein hún hafði svo oft ver-
ið í, í æsku sinni. Nú var hún ekki leng-
ur „móðir Gleðivana“. Nú var hún orðin
ungfrú Glöð, með gullið hár og geislandi
augu. Gleðióp og fagnaðarsöngur hljóm-
aði upp til hennar úr dalnum. Gamli mað-
urinn með körfuna á bakinu lagðist nú
út af í sólskininu og fór að sofa. — En
á næturnar dönsuðu álfarnir glaðir. —
Allir dáðust að Glað og fiðlunni haus.
Þegar fregnir bárust til konungsins um
Glað og fiðluna lians, og undrakraftinn,
sem hljómleikunum hans fylgdi, gerði
liann Glað að æðsta fiðluleikara sínum,
og það var virðingarinesta embættið í öllu
ríkinu. Þegar foreldrar og systkini Glaðs
fréttu þetta, fóru þau að hugsa um að
hljóðfærasláttur væri ef til vill nytsöm
iðngrein, og svo fóru þau öll að spila á
fiðlu.
Heilræðasálmur.
Yiljir þú geðjast Guði vel
og góðum mönnum hér,
hreintrúað hafðu hjartans þel,
og heiðra hans nafn, sem ber;
orð Drottins lær með allri gát,
iðka mest heita bæn,
þakkargjörð fagra fylgja lát,
fórn sú er einka-væn,
liugsun vondri þér hrittu frá,
henni gef aldrei rúm þér hjá;
illgresisfræið upp sé rætt,
áður en frjóvgun nær,
ske má, það sé við háska hætt,
ef hrekkjarótin grær.
Æðri menn þér í heiðri halt,
hvern eftir sinni stétt,
ljúflyndi við þinn líka skalt
láta í frammi rétt;
gletztu aldrei við gamlan mann,
gráhærðum virðing ber,
forsmá ei heldur fátækan,
sem frómur og meinlaus er;
móðga ei þann, sem mæðir styggð;
meðaumkun sýn þeim, líður hryggð;
djarflega ekki öðrum lá
ávirðing hans né brest,
þú veizt ei, hvað þig henda má,
haf gát á þér sem bezt.
Forðastu þá, sem fara með smán,
falsyrðin, háð og spé;
lánleysi, slys og lukkurán
laun þeirra trúi’ eg sé;
hótfyndnin ill er engum þekk,
alhuga jafnan það,
ske má, þú hafir ský eða flekk,
ef skyldi þar grennsla t að;
hlátur og keskni hæfir sízt,
heimskunnar merki það er víst;
klám, níð og hróp þú hata mest,
hugsa um málshátt þann:
•Frómlegum siðum samtal verst
sannlega spilla kann*.
(Sálmar og kvœði H. P.).