Ljósberinn - 01.11.1944, Side 18

Ljósberinn - 01.11.1944, Side 18
154 LJÓSBERINN E. BESKOW: SPÁDÓMUR Inga var óánægð með hlutskipti sitt í lífinu. Hún þráði eitthvað, sem gæti breytt öllu til batnaðar fyrir sig. Því hún var enn þá svo mikið barn, að hún hélt, að öll breyting hlyti að vera til hins betra. Hina raunverulegu foreldra hafði Inga aldrei þekkt. En hún átti fósturforeldra, sem höfðu tekið liana að sér nýfædda. Þá voru þau sjálf barnlaus. En síðan höfðu þau eignast börn, og með þeim hafði það komið, sem gerði hið viðkvæma hjarta Ingu litlu biturt: mismunurinn á þeim og henni. í raun og veru var eng- inn mismunur gerður á þeim. En skap- lyndi Ingu var þannig, að lnin gerði mik- ið úr öllu, sem hugsast gat að væri skakkt og leitaði eftir ástæðu til óánægju. Á ung- legu andliti hennar var stöðugt óánægju- svipur, er bar vott um mjög slæma skaps- muni. Hún var þó ekki svo mjög að hugsa um hið yfirstandandi, þar sem hún nú gekk eftir veginum, er lá til húss spá- konunnar. Það var framtíðin með öllum sínum möguleikum, sem hún nú hugsaði um og sá í liillingum. Hún hafði barns- lega trú á það, að framtíðin yrði bjart- ari en hið yfirstandandi, og að hún mundi bera í skauti sér allt það óákveðna, sem hún óskaði eftir. Inn í þetta óþekkta vildi hún endilega fá að skyggnast. Og þar sem hún gat ekki sjálf lyft blæju framtíðar- innar, fór hún til spákonu. Það var engin ástæða til að Inga villt- ist, því svo greinilega hafði henni verið sagt til vegar. Fyrst átti hún að fara yfir brúna, svo með fram ánni vinstra megin, síðan milli tveggja bóndabæja, svo í gegn- tjm lilið inn í kúahagann og að endingu gegnum annað lilið og inn í skóginn, þar sem hún átti stöðugt að halda til vinstri handar. Stígirnir í skóginum voru marg- ir og gátu verið villugjarnir. En héldi liún alltaf til vinstri, var henni sagt, kæmi hún að bæ við enda fjallsins. Þar á bæn- um var gömul kona, sem sagt var að gæli spáð í spil. Nú var Inga á leiðinni til liennar, til að sjá inn í framtíðina, er hún þráði svo óstjórnlega mikið. Hún fór eftir þeim leiðbeiningum, sem hún liafði fengið. Inni í skóginum liélt hún trúlega til vinstri liandar. Henni fannst vegurinn langur. Líklega hefur henni fundizt hann lengri vegna þess, að hún var hrædd um að villast. Henni fannst hann langur og erfiður, eins og vegur- inn inn í hina heillandi framtíð. — En að endingu náði hún takmarkinu. Það var mjög lítið hús, með ofurlitlum trjágarði í kring. Eiginlega var það ekki við ána. Inga varð glöð yfir að sjá hús- ið, þó lítið væri. Og enn þá glaðari varð hún, þegar hún sá gömlu konuna sitja á bekk fyrir utan húsið, því að sú gamla leit einmitt út fyrir að geta spáð. Inga opnaði rauðmálaða liliðið og gekk til gömlu konunnar. Hún gleymdi að heilsa áður en hún sagði til erindis síns. Líklega hefur það verið af áhuga fyrir að vita forlög sín.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.