Ljósberinn - 01.11.1944, Qupperneq 24
160
LJÓSBERINN
HECTOR MALOT:
ÓSKILABARN
Fyrstu dagana, sem við dvöldum í Var-
ses skemmtum við okkur með því að virða
fyrir okkur starfið í bænum, sem var svo
gerólíkt því, sem við höfðum áður haft
kynni af. Alexis líkaði lífið vel, hann var
„tilvalinn moldvarpa“, eins og Kasper
frændi sagði í gamni. En gleðin sú stóð
ekki lengi. Daginn áður en við ætluðum
að leggja af stað, kom Alexis heim fölur
og útgrátinn með hægri höndina reifaða.
Kolastykki hafði dottið ofan á hann og
lent á einum fingri hans. Kasper frændi
sótti strax lækni. Fingurinn var athugað-
ur, og til allrar hamingju var hann þó
ekki brotinn; en Alexis var bannað að
snerta handartak í nokkurn tíma.
Þetta var mjög raunalegt, og þegar
Kasper frændi, sem í fyrstu hafði verið
mjög óttasleginn, fékk að vita, að engin
hætta væri á ferðum, varð hann gramur
og ávítaði Alexis fyrir' óvarkárni lians.
Hvaðan átti hann nú að fá dreng til þess
að aka vögnunum? Hver hafði sitt sér-
staka starf, og hann vissi ekki, hvernig
hann ætti að ráða fram úr því.
„Er það mjög erfitt að ýta vögnunum?“
spurði ég.
„Nei, alls ekki, þeir ganga á teinum“
var svarið.
„Þá skal ég hjálpa þér, þar til Alexis
verður hress aftur“, sagði ég. „Ég get þá
ef til vill launað þér að einhverju leyti
þá vinsemd, sem þú hefur sýnt mér“.
„Þú ert ágætis drengur“, sagði Kasper
frændi, og það birti yfir andliti hans. „Þú
gerir mér mikinn greiða með þcssu, og
það getur líka orðið þér sjálfum til gagns.
Ef þér geðjast vinnan í námunum skal
ég koma þér þar fyrir. Það er betra en
að reika um á þjóðvegunum“.
En þar var ég ekki á sama máli. Mig
langaði ekki að ala aldur minn neðan-
jarðar og sjá næstum aldrei bláan liiin-
ininn og grænu trén og auk þess vildi ég
ekki yfirgefa Carlo.
Næsta dag klæddist ég bláum verka-
fötum og fór með Kasper frænda til nám-
unnar. Mér var leitt í skapi, þegar ég
steig niður í myrka, þrönga ganga, sem
lágu að henni, en nú var það of seint að
snúa við. Langt niðri eygði ég ljós, sem
smátt og smátt fjarlægðist, unz það að
lokum hvarf. Það voru námumennirnir,
sem gengu á undan okkur, hver með sinn
lampa í höndunum. Frændi og ég feluð-
um sífellt lengra niður á við. Frá fyrsta
stiganum lágu stórar tröppur og loks kom-
um við í hvelfdan gang, og var gólfið í
honum allt lagt brautarteinum fyrir litlu
vagnana. En mitt á milli teinanna rann
lækur svartur og gruggugur.
„Þessi lækur ber burtu allt vatnið, sem
síast úr veggjum námunnar“, sagði
frændi, „og hinum megin námunnar er
gat sem opnar því leið niður Varsesdal-
inn. Á þennan hátt losnum við við allt
vatn sem annars er mjög hættulegt í kola-
námum“.