Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 4
120 LJÓSBERINN Z. TOBELIUS Sólargeislinn i nóvember M'aurarnir voru að starfa og strita. Þeir höfðu mikið fyrir stafni. Fyrst lá það fyrir þeim að múra vegginn í herbergj- unum sínum í mauraþúfunni, til þess að þau yrðu reglulega hlý og þétt undir veturinn. Þá urðu þeir að labba eina hringferð um öll forðabúrin sín, til að vita hvort þeir hefðu næga björg til fimm eða sex mánaða innilokunartíma. Þar næst urðu þeir að tryggja borgarhliðið sitt fyrir árásum óvina. — Síðan urðu þeir að sópa allar mauragöturnar og hreinsa burtu allar þurrar barrnálar. — Og loks urðu þeir að klífa upp í næsta tré til þess að vera þar á varðbergi og sjá þaðan rás viðburðanna í heiminum og gá til himins til að vita, hvort þeir sæju nokkuð til ferða vetrarins, hvort hann væri nú þegar að ganga í garð. Fyrir utan allt þetta höfðu maurarn- ir enn eitt erfitt og dapurt starf fyrir höndum. Þeir þurftu að grafa gröf handa henni stóru mömmu sinni, Náttúrunni. Að því urðu öll smákvikindi jarðarinn- ar að vinna, svo mörg sem þau voru, nefnilega 94 kvintilljónir, 18 kvadrittlj- ónir, 400,000 trilljónir, 888,000 milljón- ir 954,367. Skrifið þið nú þessa tölu. Maurarnir voru aS starfa og strita. Svona voru þau mörg, segja þeir, en ég veit það ekki svo upp á hár — þau hafa ef til vill veríð 954,365. Það lá þegar héla yfir allri jörðinni, sjö þúsund milljónir af perlum, og eng- inn tók þær upp. 011 sölnuðu stráin og beru lauftrén voru þegar búin að sveipa sig þykkum sorgarbúningi. En fururn- ar og grenitréin, sem alltaf ganga í dökk- grænum stökkum, þurftu ekki nema að bursta mosann af yfirhöfnunum. Dætur loftsins, vindhviðurnar, sátu uppi í skýj- unum og kembdu þar mjöll til að sveipa jörðina í. Það fór hrollur um bárurnar af kulda. Þær sungu sorgarlög við strönd- ina, unz þær sofnuðu undir íshjálmun- um sínum. Og fuglarnir smáu, sem eft- ir höfðu orðið í fardögum, voru að æfa sig á ofurlitlum, saklausum sorgartónum, en kvöldþyturinn í krónum furutrjánna kvað undir. Það var orðið svo kvöldsett, svo koldimmt, svo undarlega angurvært. En — þá brá fyrir sólargeisla, sólar- geisla úr skíru, himnesku gulli. Hann skein fram úr skuggadimmum sjóskýjun- um, glftraði á hrímperlunum, á sölnaða grasinu, á berum lauftrjánum, á skugga- legum furutrjánum, hann skein á iðnu maurana og á allar hinar 94 kvintilljónir smákvikinda — og í einum svip varð allt með öðrum blæ. „Nei, hvað er þetta?" kvað ugla, sem sat á flaggstöng og var að æfa sig í að syngja bassann við: „Svífur að hausti og

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.