Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 10
126 LJÓSBERINN lil mesta stiiripi vorrar alflar Vér lesum um hin herfilegu skurðgoð heiðingjanna, svo sem Moloch og Jagger- naut, er blótað var mönnum, og oss blöskrar slík fáfræði og blindni mann- kynsins í þá daga. En í miðri kristninni höfum vér voða- legan og miskunnarlausan hjáguð, er mennirnir tigna svo milljónum skiftir, tilbiðja hann og færa honum fórnir. Það er ölguðinn. Hvers vegna færa þeir honum fórnir? Til þess að njóta þess, er hann lætur í té: víns, bjórs og brennivíns. Hvenær færa þeir honum fórnir? Bæði dag og nótt, og einkum í samkvæm- um, á hátíðum. Þá fær hann*hátíðafórn- ina. Hverju fórna þeir? 1. Peningum, fyrst litlu, síðan meiru, og loks aleigu sinni. 2. Klœði, skceSi, mat og hita. Hugsið til hinna mörgu, þúsundum saman, eink- um vesalings barnanna, er kveljast af hungri og kulda, af því að peningarnir fara til vínguðsins og hofgoða hans, þeirra, sem áfengisdrykkina búa til og þeirra, sem selja þá. 3. FriZi; áfengisdrykkirnir valda ófriði, inni og úti, og ófriði í sálunni. 4. Blygftun; lítið á þá, sem gera sig að glóp í ölæði. 5. Frelsi; minnist þeirra, sem eru í fangelsi; flestir hafa orðið glæpamenn í Bakkusarþjónkun sinni, drykkjumenn eru þrælar og fjötrum bundnir af drykkjufýsn sinni. 6. Heilsa; áfengisdrykkjan veldur veiklun, sjúkdómum, vitfirring. 7. Lífinu; sælu annars heims. „Drykkjumenn skulu eigi Guðs ríki erf a". — Það er í stuttu máli voðalega mærgt, allt samanlagt, það sem fórnað er á blót- stalli þessa goðs, af láni, hagsæld og lífi. Hvar er Kolbeinn sterki til að mölva líkneski þetta eins og líkneski Þórs? Þú ættir að minnsta kosti aldrei að byrja á því að færa honum fórnir. Það gæti svo farið, áður lýkur, að þú fórn- aðir honum láni þínu í lífinu, lífinu sjálfu og farsæld annars heims. , Drekktu aldrei fyrsta staupið. (Tekið orðrétt úr ,Jsl. Goodtemplar" 1893). Ungu vinir, sem þessa grein lesið. Ihugið hana vel. Nú gengur öld drykkju- skapar yfir landið okkar. Æskunni er villugjarnt. Guðs orð segir: „Varið yð- ur á áfengum drykkjum". Bæði hér í Reykjavík og víða í kaup- túnum úti um land starfa bindindisfélög og barnastúkur. Einnig sunnudagaskólar. Venjið komur ykkar á slíka staði. Temjið ykkur strax á æskuskeiði að styðja góð málefni og vinnið allt í Drottins nafni. Eg vildi óska, að þið öll, sem lesið Ljós- berann, vilduð gera það heit í hjarta ykkar strax, að varast áfenga drykki, og drekkið aldrei fyrsta staupiS. Til þess hjálpi yjkftur Gufi. J. H.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.