Ljósberinn - 01.06.1947, Page 3

Ljósberinn - 01.06.1947, Page 3
Til fermingarbarna Mörg börn hafa unnið sitt fermingar- heit í vor, bæði hér í Reykjavík og úti um byggðir landsins. Til ykkar, kæru ferm- ingarbörn, sem Ljósberann lesið, vil ég segja þetta: Munið ykkar hátíðlega heit, sem þið unnuð frammi fyt.? altari Drott- ins. Nú liggur leið ykkar út í heiminn, þar liggja fyrir ykkur freistingasnörur Satans. I ljóssengilslíki kemur hann til ykkar og býður ykkur sína leiðsögn, bend- ir ykkur á breiða veginn, sem liggur til glötunar; þann veg ganga nú margir æsku- ttienn, því miður. í glaðværð og gjálífi heimsins gleyma þeir Guði og liinum góða lífsleiðtoga Jesú Kristi. — Það hefur aldrei verið meiri þörf á að brýna fyrir íslenzkum æskulýð að gleyma ekki Guði, en einmitt nú. Hinn vonda soll varast, en vanda Jiitt mál, og geymdu nafn Guðs þíns í grandvarri sál. Ver dyggur, ver sannur, því Drottinn þig sér, haf daglega Jesúm í verki með þcr. En því aðeins getur Jesús lijálpað þér, að þú trúir á liann sem Guð þinn og frelsara. Hann dó fyrir þig, kæra barn, liann friðþægði fyrir syndir þínar með dauða sínum á krossinum. Hann reis upp frá dauðum og sté upp til himna og sit- ur nú við hægri hönd Guðs föðurs al- máttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Þessi verður að vera játning þín, ef þú átt að geta komist í lifandi lífssam- band við Jesúm. Og mundu svo þetta: Hver sá, er hér sigrar, skal sigurkrans fá, í trúnni vér vinnum, þótt verði margt á, því sá er oss hjálpar, við hrösun oss ver. Ó, hafðu þinn Jesúm i verki með þér. — J. H.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.