Ljósberinn - 01.06.1947, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN
77
sáu varla nokkur ráð til þess að afla sér
og firnm börnum sínum viðurværis og
þar að auki var María litla alltaf veik.
Og svo ættu þau að eyða peningum fyrir
nýtt reikningsspjald.
Hinrik skyldi ekkert í þögn skólabróð-
ur síns og spurði: „Hvers vegna svarar
þú mér engu?“
Lúðvík hafði stranglega hlýtt fyrirmæl-
um foreldra sinna um að minnast aldrei
á örbirgðina heima fyrir, en nú létti hann
á hjarta sínu og sagði frá því að faðir sinn
væri verksmiðjuverkamaður og liefði áð-
ur haft góða atvinnu, en upp á síðkastið
hefði vinnan minnkað svo mikið, að nú
ætti liann fullt í fangi með að sjá sér og
sínum fyrir fæðinu.
Þessa sorgarsögu sagði Lúðvík þeim
smám saman og í ósamanhangandi setn-
ingum.
„En pabbi sagði í gær, að þetta batn-
aði með vorinu og því býst ég líka við
og því verð ég feginn. Bara að spjaldið
mitt hefði ekki brotnað!“ sagði Lúðvík
að lokum.
Hinrik sárkenndi í brjósti uin Lúðvík
litla. Svona bláfátækt fólk var þá til í
raun og veru!
Hann hafði aldrei getað hugsað sér það,
hann, barnið frá efnaheimilinu, þar sem
ávallt var nægur matur á borðum. Það
varð að hjálpa Lúðvík, en hvernig átti
að fara að því? Skyldi veslings fátæki
drengurinn hafa nokkuð smurt brauð með
sér í skólann? Ekki var svo að sjá.
‘„Hefurðu líka tapað morgunmatnum
þínum ofan í forina á götunni?“ spurði
Hinrik.
Lúðvík roðnaði upp í hársrætur. —
„Nei, ég hafði engan mat með mér“, sagði
hann í hálfum hljóðum, „en segðu hin-
um ekki frá því, Hinrik!“
Meðan þessu fór fram, voru drengirn-
ir komnir að skóladyrunum og samstund-
is var skólabjöllunni liringt. Gengu börn-
in þá inn í skólann í skipulegri röð.
Svo vel vildi til að reikningsspjöldin
voru ekki notuð þenna dag í skólanum
og fagnaði Hinrik því sérstaklega.
Á eftir fór hann að athuga morgunverð-
arböggulinn sinn og olli því bæði matar-
listin og sjálfsafneitunartilhneiging, en
þegar að frímínútunúm kom gekk liann
með Lúðvík út og stakk böggliniun í lófa
hans.
Lúðvík færðist alvarlega undan því, að
taka við honum, en honum heppnaðist
það ekki.
„Eg verð þér reiður ef þú tekur ekki
við honum“, sagði Hinrik. „Það væri
skárra ef maður ekki niætti gera félaga
sínum greiða! Ég hef matast áður í dag,
svo að þú getur verið áhyggjulaus mín
vegna!“
Veslings Lúðvík þrýsti þakklátlega
liönd vinar síns. Hann var glorhungrað-
ur og snæddi matinn með góðri lyst eins
og geta má nærri.
En Hinrik var gagnteknari af innilegri
gleði en hann hafði nokkurn tíma fundið
til áður. Hann fann það, að sjálfsafneit-
un og sjálfsfórn færir mikla blessun með
sér, þó að liann kæmi ekki orðum að því.
Þegar kennslu var lokið hljóp liann
lieim til sín. Pabbi hans og mamma voru
önnum kafin við að afgreiða viðskipta-
menn í búðinni, svo að Hinrik flýtti sér
upp í svefnherbergið. Sparibaukurinn
hans var þar. Hann tók fimm tíeyringa
úr honum og hafði frænka hans gefið