Ljósberinn - 01.06.1947, Síða 8

Ljósberinn - 01.06.1947, Síða 8
80 L JÓ SBERINN — Hvað mun barn þetta verða? Þessa er spurt svo oft. Já, ég held, að þess sé æfinlega spurt af einliverjum um öll börn. Eg held, að pabbi þinn og mamma þín hugsi það meira að segja oft um þig. Börn eru nefnilega ekki orðin neitt — þau eru eins og tré sem er ao byrja að vaxa. Eða þau eru lík marmara, sem hægt er að höggva úr margs konar myndir. Sag- an segir, að listamaðurinn mikli Michael Angelo hafi séð engihnynd í hverri marm- arablökk. Hann sá, að liægt var að höggva út engil úr hverjum marmarasteini. Eins eru í rauninni öll börn — einnig þú — efni í engla — mikilmenni. En þar með er tekki sagt að allir verði það. Því miður verða ekki allir góðir menn. Síður en svo. Nú ætla ég fyrst að segja þér örstutta sögu um mann, sem var einn af þeim mörgu, er lengi var ekki eins og liann átti að vera. Einu sinni, þegar liann var drengur, stóð liann inni í stofu hjá mömmu sinni og liorfði á sólargeislana, sem flæddu inn um gluggann. Þá sagði hann: „Sjáðu, mamma, nú er Guð að hrosa til mín!“ Og mamma lians svaraði eins og allar góð- ar mæður myndu hugsa: „Guð gefi, að þú lifir æfinlega svoleiðis, drengurinn minn, að Guð hafi velþóknun á þér“. Svo liðu árin. Mamma hans dó, en drengurinn tók upp marga slæma siði, og varð alls ekki til fyrirmyndar. Svo var hann einu sinni eitthvað að rusla til heima hjá sér, þá rakst liann á lítinn pakka. Þegar hann opnaði hann, sást að í honum voru barnsskór. Við þá var festur miði með þessari áletrun. „Litli drengurinn minn var með þessa skó á fót- unum, einu sinni, þegar hann stóð í sól- skininu í stofunni og sagði: „Sjáðu mamma, nú brosir Guð til mín“. — Guð gefi, að liaun lifi æfinlega þannig, að Guð hafi velþóknun á honum!“ Þegar maðurinn sá þetta, varð lionum svo mikið um það, að liann tók upp nýja lífsstefnu, og við nriegum reiða okkur á það, að það hefur glatt móður hans, þó að hún væri dáin, — þannig fékk nú þessi saga góðan endi — þó að auðvitað hefði manninum verið það bezt, að hann hefði aldrei villst á ranga Jeið. Það er líka svo hætt við því að þeir, sem það geri, átti sig aldrei aftur. En við skulum vona, að það liendi nú ekki ykkur — og því lieldur liugsa mn þá, sem alltaf eru góð- ir — góð börn og síðan góðir menn og konur — eins og foreldrar og aðrir, sem elska ykkur vilja áreiðanlega að þið verðið. Og nú skuluð þið liugsa um það, að til þess að vera góður þarf maður ekki endi- lega að gera eitthvað mikið — lieldur aðeins að vera trúr í öllum lilutum — að fylgja samvizkunni, guðsröddinni í brjósti sínu, og reyna að þóknast Guði eftir því sem manni er mögulegt. Ég skal segja ykkur sögur um það, hvernig það er æfinlega liægt. Einu sinni sagði lítill drengur við pabba sinn. „Ó, livað ég vildi að ég hefði lifað, þegar Jesús var uppi, þá hefði ég gert eitthvað fyrir hann“, — „Hvað heldurðu, að þú hefðir getað gert fyrir hann?“. spurði pabbi hans. — Drengurinn liugs- aði sig dálítið um. Svo sagði hann. „Eg hefði snúist fyrir hann“. Þetta var fallega sagt — og efalaust liefur Drottinn glaðst af þessu svari. Því með því sagði drengurinn, að hann vildi

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.