Ljósberinn - 01.06.1947, Page 13

Ljósberinn - 01.06.1947, Page 13
Eins og þið vitið, þá er Heklugos heims- viðburður. Og nú kemur fólk frá mörg- um löndum að sjá þessi undur. Gamlar sagnir lierma að púkar og ýms- ir aðrir illir árar ættu útgönguleið sína um gíginn á Heklu, og að liann væri strompurinn á húsum hins neðsta og versta. Hvað satt er í þessu læt ég ósagt um. En eitt er víst, að þegar glóandi grjótið þeytist hátt í loft upp, þá tekur það á sig margar kynjamyndir. Og nú trúir fólkið þessum þjóðsögum ekki leng- ur. Það lifir á öld tækni og þekkingar, og þarf því jafnvel ekki að hræðast eld- gos lengur. Það eru jafnvel til dæmi um að menn liafa veitt hrauni úr farveg sín- uin, eins og hverjmn öðrum læk. Það var á styrjaldarárunum, að gos mikið hófst í Mið-Ameríku og stefndi hraunið á borg, sem var umkringd frjósömum ökrum. Nú var ekkert fyrirsjáanlegt annað en að gosið myndi eyðileggja borgina. En svo varð þó ekki. Borgarstjórinn fékk sendar nokkrar stórar sprengjuflugvélar, hlaðnar sprengiefni, og með hatrammri árás á hraunið, tókst að veita því úr far- veg sínum í aðra átt. Vonandi þarf ekki slíks við hér. Sigur'Sur H. Þorsteinsson frá Selsundi.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.