Ljósberinn - 01.06.1947, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.06.1947, Blaðsíða 14
86 LJÓSBERINN Fljótfengin bænheyrzla „Hrcin og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður cr þetta, að vitja munað- arlausra og ekkna í þrengingu þcirra“. Jak. 1, 27. Það bar einu sinni til að fátæk og trú- uð ekkja hér á landi varð að líða skort. Guð hafði tekið frá henni manninn lienn- ar og heilsuna frá henni sjálfri um langt skeið. Hún átti fyrir einum syni að sjá; hon- um hafði hún kennt að biðja Guð og treysta honum einum. Drengurinn hét Páll. — Þó var loks svo komið, að hún gat eigi annað en sagt syni sínum, með tárin í augunum, einn nístingskaldan vetrar- morgun, að nú ætti hún engan matarbita til morgunverðar handa sér og honum. Að svo mæltu gekk Páll þegjandi og alvarlegur í bragði út úr herberginu. Að lítilli stundu liðinni kom hann aftur og fór eftir venju að breiða litla hvíta dúk- inn sinn á borðið og leggja diskana og bollana á það, rétt eins og morgunmatur- Að því búnu settist hann hugsandi á stólinn. inn væri þegar á reiðum höndum. Að því búnu settist liann hugsandi á stólinn. Þá segir mamma lians: „Hví ertu að þessu, drengurinn minn? Heyrðirðu ekki, að ég sagði þér, að enginn matur væri til?“ „Víst lieyrði ég það, mamma, en ég bað Guð að senda okkur eitthvað til að eta og drekka, og ég veit, að liann muni gera það, því að hann hefnr sagt: Sá fær, sem biður“, svaraði Páll litli öruggur. Skömmu síðar heyrðu þau liófatak úti fyrir dyrum, og er Palli hljóp til dyra, sá hann mann koma utan göluna og teyma hest við lilið sér og fór hægt. Hann nam staðar við lágu bæjardyrnar þeirra og sagði: „Heyrðu, drengur minn, það eru tvær skeifur farnar undan hestinum mínum, og ég á enn eftir tólf mílur vegar ófarnar. Nú ætla ég að biðja þig, að fara með klár- inn minn til járnsmiðsins á næsta bæ, og biðja liann að járna hann fyrir mig. Og þegar þú kemur með hann aftur liing- að aljárnaðan, þá skal ég borga þér ómak- ið“. Síðan sagði liann við ekkjuna: „Vilj- ið þér ekki lofa mér að livíla mig hérna á meðan hjá yður?“ Ekkjan bað hann vera velkominn í lnis sitt. „Já, gerið þér svo vel“, sagði hún og kinkaði kolli kurteislega. Hún vísaði honum þegar til sætis, og fóru þau að tala saman. „Ég er hræddur um, að ég hafi orðið til að tefja fyrir yður með morgunmatinn, góða kona“, varð honum að orði, þeg- ar honum varð litið á diskana og boll-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.