Ljósberinn - 01.06.1947, Side 15
LJÓSBERINN
87
ana á borðinu; „þér megið ekki láta mig
gera yður ónæði“. Og hann hélt áfram
að ympra á þessu, þangað til hún sagði
lionum allt eins og var.
Þegar Palli kom aftur með hestinn
járnaðan, þá bjóst gesturinn þegar til
ferðar, en fyrst stakk liann einhverjum
peningi í lófa Palla litla. „Þú skalt fá
að frétta af mér seinna“, sagði hann um
leið og hann reið af stað.
Palli litli hljóp nú himinlifandi glað-
ur inn í baðstofu til mömmu sinnar til
að sýna henni, hvað Guð hefði sent hon-
um. En þá veittist honum meiri gleði en
honum hafði getað í hug komið. Móðir
lians breiddi út fyrir honum stærðar
bankaseðil með feginstár í augum og liróp-
aði upp yfir sig: „Ó, hundrað króna seð-
ill! En sú blessuð sending! Ó, drengur-
inn minn. Hvernig gæti ég efað misk-
unnsemi Drottins eitt augnablik? Þú hef-
ur rétt fyrir þér, barnið mitt! Guð efnir
loforð sín við þá, sem treysta honum!“
Og nú féllu þessi hamingjusömu mæðg-
in bæði á kné og þökkuðu sínum himn-
eska föður fyrir gæzku hans við þau og
umliyggjuna fyrir þeim.
„Ég vissi það, að hann mundi senda
okkur eitthvað“, sagði Palli litli grátglað-
ur, „því að hann hefur lofað því í orði
sínu: Sá fær, sem biður“.
„Ef sálirnar þyrstir, þú svölun þeim lér,
þær saÚning fá hungraðar frá þér.
Vor Guð þínu’ í ljósinu, ljós sjáum vér,
og lífsins er uppspretta hjá þér“.
r
n
dordraumur
I\ú kemur vor og varmi,
er vetur kveúur fold;
nú vaknar vor í barmi,
sem vakni frœ í mold.
Ur su'Sri vorfugl svífur
og syngur vorsins óð:
Lóunnar dirrindí
hrífur oss þá, eins og
himneskt sólarljóS;
þá syngjum vér líka
vor sólarljóS hátt og dátt.
Mig dreymir sólskinsdaga
mig dreymir um þá tíó
er gramka grös í haga
um grundir, móa og hlíS —
er grœnar grundir taka
aS glitra blómum af,
lyftandi höfSum hátt
sólunni móti,
sem blikar þá svo blífi
og vorperlan skœr upp úr
grjótinu grœr — og hlcer.
B. J.
j