Ljósberinn - 01.06.1947, Qupperneq 23
LJÓSBERINN
95
ungur, „þeir þekkja ekki ljós heimsins,
þó að bjartari og heitari sól skíni á þá
en oss. En þeir skulu ekki glatast, þeim
skal ljós tendrað verða, skærara Ijós en
vitaljósin á hinum hættulegu ströndum,
þar sem þeir búa. Ég ætla að senda menn
til að boða þeim kristni, til að bjarga
sálum þeirra frá dauðanum til lífsins“.
Að svo búnu sendi konungur eftir Dr.
Liitkens, hirðpresti sínum.
Þegar Liitkens gekk inn til konungs,
mælti hann:
„Það er gott, að þér komuð“.
„Ég er alltaf viðbúinn, þegar þér kall-
ið, herra“, svaraði Lutkens.
„Já, ég vissi það nú alltaf“, sagði kon-
ungur, „en í dag er það ekki ég, sem kalla
á yður, heldur er það Drottinn sjálfur,
sem kallar, Guð himnanna. Nú þarf
hann yðar við, enda þótt boðin komi frá
mer .
Að svo mæltu sýndi konungur Lútkens
landsuppdráttinn, sem lá fyrir framan
hann og breiddi hann út, benti á Tranke-
bar, og mælti: „Þetta land gaf Drottinn
Kristjáni konungi fjórða, og þér vitið,
að ég hef sent þangað landvarnarlið til
að vernda þetta ríki mitt. Takið þér nú
eftir því, sem ég segi, dr. Lútkens. Ég
ætla að senda menn til að greiða Drottni
veg rneðal lieiðingjanna, sem þar húa.
Hvað segið þér um það? Viljið þér útvega
mér hina réttu menn til þeirrar farar?“
Lútkens þóttist aldrei hafa lifað sælli
stund en þá, er liann stóð þarna frammi
fyrir konungi sínum. Hann hellti ineð
fögnuði olíu í þann eld, er liann sá bála
upp í brjósti konungs síns, eins og hann
sjálfur kemst að orði.
„Konungur minn og lierra!“ sagði
hann, „þessari hugsun liefur Drottinn
sjálfur blásið yður í brjóst, Guð blessi
yður ríkulega! En liverja ætlið þér að
senda þangað? Hvar eru nú þeir prestar
vor á meðal, er eigi vilja hliðra sér hjá
þeim hættum, er þeim mundu mæta fyr-
ir handan liöfin? Ég veit þó af einum,
er væri fús til að fara að köllun Drottins,
til þeirrar þjóðar, sem situr í skugga
dauðans. Sendið þér mig!“
En konungur vildi ekki fyrir nokkurn
mun sjá af þessum trúa þjóni sínum, og
þar að auki var hann hniginn að aldri,
og þess vegna svaraði hann:
„Nei, aldrei! Nei, verið þér hjá mér,
vinur minn og ráðunautur, eins og áður.
Aldrei skal ég liætta hærunum yðar undir
klær tígranna í fenjaskógunum þar eystra
eða stofna lífi yðar í háska í svo banvænu
loftslagi. En — útvegið þér mér menn!
llugsið nú þetta mál vandlega, og liafið
Bornemann biskup í ráðum með yður.
Og ef þér finnið engan í voru ríki, er
fús sé til þeirrar farar, þá skrifið til
Þýzkalands eftir mönnum“.
Dr. Lútkens gerði nú sem konungur
bauð. Hann fékk Bornemann til liðs við
sig. Þeir leituðu nú fyrst fyrir sér í Dan-
mörku, en fundu engan. Lútkens sagði
þá konungi, hvernig farið hefði.
„Það tekur mig sárt, að ekki skuli finn-
ast nokkur slíkur maður í ríki voru. Það
er enginn sannnefndur kristindómur hjá
þeirri þjóð, þar sem enginn ber kærleika
í brjósti til vesalings manna, sem lieiðnin
blindar nótt og dag. En — skrifið þér þá
til Þýzkalands“.
Framh.