Ljósberinn - 01.06.1947, Page 25

Ljósberinn - 01.06.1947, Page 25
97 LJÓSBERINN „Jæja, drengur minn“, sagði Barnardo, „það er bezt að þú komir með mér í bílnum mínum. Við gelum farið til sjúkra- hússins, sem ég vinn við. Þar muntu fá mjúka og góða sæng og eins mikið að borða og þú getur í þig látið. Hvernig lízt þér á það?“ Jú, auðvitað leizt lionum vel á það. Það brá fyrir þakklætisglampa í augum lians, líkur glampi og stundum sést í augum liunda, sem eittbvað hefur verið gert fyrir. Litlu stúlkurnar fylgdust með því sem gerðist með sýnilegum áliuga. Þær álitu þó að amma þeirra myndi býða þær, ef bróðir þeirra yrði farinn, þegar hún kæmi heim, en Barnardo hélt aftur á móti, að amma þeirra yrði glöð, þegar hún sæi, hversu fljótt bróðir þeirra var sóttur á sjúkrahúsið. Augnabliki síðar var litli drengurinn kominn inn í bílinn. Systurn- ar kvöddu Tommy með kossi. Með erf- iðismunum tókst þeim að halda niðri grát- inum. Þær sneru nú aftur til kjallarahol- unnar. Þegar Barnardo var að stíga upp í bílinn, datt lionum dálítið í bug. Var ekki réttast að taka systurnar með sér? Auðvitað var það barnarán. En livað gerði það til. Hann gat ekki látið þær verða eftir. Hann fengi aldrei slíkt tæki- færi sem nú. Móðir Brown var einlivers staðar úti, hún fengi sennilega aldrei að vita, livað orðið hefði af börnunum. Tæki- færið var of lokkandi. „Heyrið þið, telpur? Viljið þið koma líka?“ Það var auðséð, að það vildu þær mjög gjarnan. En livað segði amma? Þær voru hræðilega liræddar við ömmu. Nei, þær þorðu ekki. En þá sagði Barnardo: „Þið skuluð bara koma“. Og áður en þær höfðu tíma til þess að koma með fleiri mótbár- ur, ýtti Barnardo þeim inn í bílinn. Hurð- in skall í lás og bíllinn ók til Stephney. Tommy litli var settur í sjúkrarúm og liann fékk alla þá hjálp, sem hann þurfti með. Stúlkurnar voru þvegnar og greidd- ar og síðan háttaðar niður í lilýtt og mjúkt rúm. Tíminn leið. Barnardo frétti ekkert frá móður Brown. Tommy litla batnaði ekki. Sjúkdómurinn hafði þegar náð of sterkum tökum á honum. Þegar litli drengurinn hafði verið mánuð á sjúkra- liúsinu dó liann. Svo var það dag nokkurn, þegar Barn- ardo var á gangi á götu úti, að liann beygði fyrir húshorn og stóð þá allt í einu augliti til auglitis við móður Brown. Móð- ir Brown stökk samstundis að honum, bljóðaði, skrækti og æpti upp eins og hún framast gat. Hún kallaði liann óþokka og þjóf og öllum þeim illum nöfn- um, sem hún mundi eftir í svipinn. Fólk þyrptist að úr öllum áttum. Og allir fylgdu móður Brown að málmn. Því fannst, að þessi fíni herra gæti haldið sér á mottunni, liann skyldi gæta þess að vera ekki of frekur. Aðstæður Barnardos voru hreint ekki glæsilegar. Hvert sem hann leit sá hann aðeins fjandsamleg andlit. Það var enginn lögregluþjónn sjáanlegur og manngrúinn óx stöðugt. Til allrar hamingju sljákkaði svolítið í mannfjöldanum. Barnardo hagnýtti sér tækifærið og hrópaði svo allir gátu heyrt: „Ég lieiti Barnardo og kem frá barna- heimilinu í Stepbney“. Strax og fólkið heyrði þetta nafn sló

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.